Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 54
50
NVLENDA ÍSLANDS
EIMRETÐlN
í insta sambandi við hinn gamla átrúnað. Líf og framtíð land-
námsmannanna grænlensku vígðist með þessari fornhelgu að-
ferð hinum nýju heimkynnum. Og óðalsréttur ættanna vnr
þannig stofnaður á hinum traustasta grunni, samkvæmt skapi.
eðli og rétti þessara framsóknarmanna norræna stofnsins —'
vestur á leið yfir hafið, sem skildi þá enn þá frá Vínlandi.
Og um hið annað aðalatriði hugtaksins, að innflytjendur séu
samstæður flokkur þegna af annari þjóð heldur en þeirri, sem
þar er fyrir, standa vitnisburðir sögunnar óhagganlegir. En
um tölu nýbyggjaranna er þess að geta, að þar verður að
takast til greina á hverjum tíma byggingin gerist og eins ástæð-
urnar heima fyrir í móðurlandinu sjálfu. Séu landnámsflotar
íslands og Grænlands bornir saman og tekinn til greina tím-
inn, er námið stóð yfir, hljóta menn að furða sig á þeim
skipafjölda, er fór vestur héðan. Að vísu urðu ólík afdrif
beggja þjóðflutninganna, þar sem talið er, að einungis 10 skip
af 24 Grænlandsförum kæmust fram. En einmitt þessar tölur
tala hátt um réttargildi landnámsins nýja frá íslandi. Ósveigj-
anlegur vilji knúði hina fornu þjóðkvísl vora fram, og þessi
fórn feðra vorra hefur heldur ekki orðið til einskis. Hún
stendur sem fastur, óhagganlegur grundvöllur fyrir rétti Is-
lands yfir Grænlandi, þar sem hinn ákveðni ásetningur viö
útflutning þjóðar er einnig alnauðsynlegt skilyrði bólfestu er-
lendis. Þessu til skýringar má nefna eitt hið stórmerkilegasta
atriði úr sögu Grænlands sjálfs. Þegar Hans Egede fór vest-
ur 1721, var för hans gerð í þeim tilgangi einungis, að end-
urboða kristna trú meðal heiðingja á Grænlandi. Viljinn til
bólfestu var ekki ráðandi ástæða og landið því ekki numið a
ný með för hans né síðari aðkomenda í sambandi við hana.
Og má þá um leið geta þess hér, að skipun konungs til hans
1723 um það að leita austurbygðar, þar sem alment var
álitið að íslendingar hefðust enn við, á þeim tíma, var jafn-
fjarri því að stofna nokkurn nýlendurétt fyrir Noreg yf*r
Grænlandi — og því síður fyrir Danmörk.
Allir viðurkenna, að bygging Grænlands hafi farið fram frn
Islandi, og veltur því spurningin um nýlenduréttinn á þv*.
hvort ísland hafi þá verið sjálfstætt þjóðarríki og hvort Græn-
landsfararnir hafi verið þegnar þess. Um hið fyrra atriði er