Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 51
E|MREIÐIN
ÞR]Ú KVÆÐI
47
og afltaug sú, er öllu veldur;
eg einnig finn um sál mér heldur.
Sem eik fær geymt að alda kveldi,
sem ofnkol loks, þann geislasjóð,
er heimi gafstu af upphafs eldi,
uns eldur nýr fær kveikt þá glóð,
svo fel eg djúpt í viljans veldi
það vonagull og kærleiksóð,
sem mér þú bauðst og bind í þræði.
Svo brostu sól! Og fljúgðu klæði!
Sigurjón Friðjónsson.
Nýlenda íslands.
Deilan um eignar- og ráðarétt yfir Grænlandi er nú komin
a það stig, að búast má við því, að hér eftir fari áhugi ís-
lendinga um þetta mál vaxandi. En mjög lítið hefir verið rit-
að, enn sem komið er, til þess að skýra Grænlandsmálið fyrir
almenningi á íslandi, sem á þó, ef til kemur, að ráða öllu
Uni þetta efni. Það, sem komið hefir fram um málið á ís-
lensku, er eðlilega mjög ósamstætt og að miklu leyti endur-
lekið á ýmsum stöðum, þar sem fyrst og fremst hefir legið
fVHr að eins að vekja athygli manna á rétti íslands yfir hinu
mikla vestlæga eylandi. Það, sem vakir fyrir mér hér, er að
e>ns að gera tilraun til þess, með fáum orðum, að greina
sundur nokkur meginatriði þessa máls og jafnframt koma á
e,nn stað og í samanhengi ýmsum athugunum, sem birst hafa
Uni það áður, á víð og dreif, í hinum og þessum blaðagrein-
Urn, bæði hér og vestanhafs.
Aður en kemur til þess að líta á það, sem venjulega er
^allað saga Grænlands, og án þess að menn fari hér út í
ne*nar hugleiðingar um tilveru, uppruna né lífskjör þeirra fyrri