Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 77
EIMREIÐIN
FRA FÆREYJUM
73
hve lík þau eru fornu norrænunni. Sannleikurinn er sá, að
hvert þessara mála hefur farið sínar eigin leiðir í þróun sinni..
°9 engum, sem um dæmir af nokkurri þekkingu, getur bland-
ast hugur um það, að færeyskan stendur næst íslenskunni. I
beygingum hlýðir hún enn að mestu sömu lögum og íslenskan,
°9 ritmálið liggur ótrúlega nærri. Um hljóðin er nokkuð öðru
máli að gegna. Breyting hljóðanna hefur orðið á alt annan
yeg en í íslensku. En svo náinn er skyldleikinn og reglubund-
'n bæði málin, að rekja má lið fyrir lið, hvernig eitt hljóðið í
■slensku svárar til a'nnars í færeysku og ein beygingarendingin
' íslensku til annarar þar. Orðaforði er að miklu leyti sá sami.
Þó er talsvert í færeysku af fornum orðum, sem týnd eru í
'slensku, og sama er að segja um íslenskuna gagnvart fær-
eVskunni.
En hvernig hafa Færeyingar getað geymt tungu sína? Það
sýnist kraftaverk, þegar þess er gætt, að síðan um siðaskifti
hefur hún verið landræk úr skólum og kirkju, en dönskunni
haldið að fólkinu með ofbeldi. Og engar bókmentir eiga Fær-
eVÍngar á sínu máli, fyr en á síðari hluta 18. aldar. En skýr-
'ngin er löngu fram komin. Hún er þessi: Færeyingar eiga
ógrynnin öll af fornum þjóðkvæðum, sem lifað hafa á vörum
bjóðarinnar öld eftir öld. Þessi kvæði hafa þeir sungið bæði
seint og snemma og dansað eftir þeim þjóðdansa sína, og það
gera þeir enn í dag. Þarna leyndist neistinn, sem aldrei hefur
sloknað. Nú er sá neisti tekinn að glæðast og á þó eftir að
loga betur. Því má líka við bæta, að Færeyingar hafa altaf
talað mál sitt. Það hefur aldrei tekist að berja dönskuna inn
1 bá. Enn í dag liggur hún þeim alt að því eins fjarri og okkur.
Nú á síðustu áratugum hafa Færeyingar eignast þó nokkrar
bókmentir, og þær blómgast ár frá ári. Nú eru þeir svo vel
a veg komnir, að ekki er hugsanlegt, að tungan verði drepin
1 höndum þeirra. Augljós vottur þess, að þjóðin lifir andlegu
bfi, er það, hvað hún á mörg skáld. Og þeir yrkja margir vel,
Eæreyingar. Þá eru líka nokkrir, sem skrifa óbundið mál,
bæði sögur og leikrit. Af þeim skáldum og rithöfundum, sem
e9 hef sjálfur kynst, skal ég nefna bæði Símun av Skarði,
bræðurna Djurhuus, Mikkjal á Ryggi, Rasmus Rasmussen,
(Regin í Líð), prófastinn ]. Dahl og jóannes Patursson. Það,