Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 103
EIMREIÐIN
RAUÐA SNEKKJAN
99
Úríana hin fagra var á besta skeiði og hlaut því að verða
heimilinu til hamingju og flytja feðgunum, sem áður voru svo
einmana, nýjan fögnuð. Og góð húsmóðir hlaut hún einnig
að verða.
Þegar hún flutti í nýja heimkynnið, var tekið á móti henni
með ástúð og góðvild. Henni birti í skapi. Oróann í sál hennar
lægði. Henni fanst hún verða barn að nýju. Líf hennar var
nú fögnuður og friður. Og við hverja tunglkomu söng hún
þakkarljóð og rak með því allar illar skapanornir á flótta. Því
fyr meir var það siður kvennanna á ströndinni, þegar þung-
lyndið sótti á þær og angistin, sem dauðinn lætur halda vörð
við hvert mannshjarta, að koma saman við hverja tunglkomu
°2 særa burt illar nornir með angurblíðum söng.
Þannig leið hver mánuðurinn af öðrum í friði og ró. En
svo kom ógæfan áður en varði.
Úríana, sem reiddi sig á ást sina, var í fyrstu hamingjusöm
°9 auðmjúk.
Meðvitundin um það að hafa borið sigur úr býtum gerði
hana hamingjusama. Ástin, sem hún hafði borið svo lengi í
brjósti, fékk nú að brjótast út. Og maðurinn, sem hún hafði
9ert að hálfguði og hið æsta ímyndunarafl hennar hafði hafið
til skýjanna, var nú eiginmaður hennar. Hún elskaði Ardi og
Saf sig honum alla á vald með þeim krafti, sem er einkenni
þróttmikillar æsku. Alt, sem hún átti af kvenlegum unaði, lét
hún honum í té.
En Ardi gat ekki elskað á sama hátt og áður. Hann var
orðinn gamall og þróttlítill eins og barn. Og honum fór aftur
úag frá degi. Manndómur hans þvarr stöðugt. Hann lét sér
n$gja að hlýða Úríönu í öllu og var henni þakklátur, því
hann vissi, að aldurinn færðist yfir hann. Aftur á móti
stóð hún í blóma lífsins. Þegar menn elska á gamals aldri
er þakklætistilfinningin oft einkenni þess dauðastríðs, sem
ástin er að heyja í hjörtum þeirra, og óbrigðult merki van-
rnáttarins, sem æskumaðurinn þekkir ekkert til.
Ardi sýndi Úríönu þakklæti, vottaði með því vanmátt sinn
°9 staðfesti með því sinn eigin dauðadóm. Hún hafði þráð
herskáan víking, þróttmikinn og ofdirfskufullan, hún hafði þráð
hann með hinni faumlausu þrá jarðarinnar, er hún steypir sér