Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 118
114 TÍMAVÉLIN EiMREiö'N
að minsta kosti að verja mig. Eg ákvað tafarlaust að smíða
mér vopn og vígi, þar sem eg gæti sofið.
Seinni hluta dagsins gekk eg um Thamesárdalinn, en faj10
ekkert hæli, sem mér fanst örugt. Allar byggingarnar og fre”’
sem urðu á vegi mínum, voru þannig, að auðvelt virtist fyrir
Mórlokkana, jafn fimir sem þeir voru, að klifra upp eftir þeliri-
En svo datt mér postulínshöllin græna í hug, með háu turH'
unum og fáguðum, hálum veggjunum, og um kvöldið tók eS
Vínu eins og barn á öxl mér og hélt á stað í áttina til hæð'
anna í suðvestri. Eg hafði áætlað, að fjarlægðin þangað
sjö til átta mílur, en hún reyndist nálægt átján mílum. FyrS*
þegar eg sá höllina, hafði verið móða í lofti, svo fjarlægðin
sýndist minni en hún var í raun og veru. Á leiðinni losnaði
hællinn undan öðrum skónum mínum og nagli stakst upp 1
jlina, svo eg varð haltur. Það var því ekki fyr en löngu eftn-
sólsetur að eg komst í námunda við höllina, þar sem hana
bar dökka við ljósgulan himin.
Vína hafði vart ráðið sér fyrir fögnuði, þegar eg tók hana
á öxl mér, en eftir stundarkorn vildi hún fá að ganga sjálf-
Hljóp hún eftir það við hlið mér og tíndi af og til blóm 09
lét í vasa minn. Vasar mínir höfðu ávalt verið Vínu undrunar-
efni, en að lokum hafði hún komist að þeirri niðurstöðu, a^
þeir væru einskonar undarlegir blómsturvasar. Að minsta kosti
notaði hún þá í þeim tilgangi. Og þetta minnir mig á nokkuð.
Þegar eg var að hafa treyjuskifti fann eg . . . .
Tíma ferðalangurinn þagnaði, stakk hendinni í vasa sinn og
lagði þegjandi tvö fölnuð blóm á borðið. Því næst hélt hann
áfram sögunni.
Það var að byrja að rökkva, þegar við vorum að fara yfir hæð-
arbrúnina við Wimbledon. Var Vína þá orðin þreytt og vildi
snúa heim aftur. En eg benti í áttina til grænu postulínshall'
arinnar og reyndi að gera henni skiljanlegt, að við mundum
fá þar húsaskjól, svo ekkert væri að óttast. Þið kannist við
þessa djúpu þögn, sem ríkir yfir öllu, þegar rökkrið er að l®ð*
ast yfir foldina. Jafnvel andvarinn hljóðnar í trjánum. Mér finst
alt af vera einhver eftirvænting yfir öllu í kvöldkyrðinni. Him*
ininn var heiður, að eins nokkrar skýjarákir í vestrinu. ]®la’
þetta kvöld var það fremur eftirvæntingin en óttinn, sem mestu