Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 24
20
AÐ L0GBERGI
EIMREIÐIN
sennilegast, að leiðin um Þingvelli verði valin, og verður þar
þá járnbrautarstöð.
Þingið og háskólinn hírast undir sama þaki hér í Reykja-
vík, og húsnæðið er ófullnægjandi. Innan skamms verður að
reisa háskólanum eða þinginu nýtt hús. Vonandi kemst stúd-
entagarðurinn væntanlegi upp á næstu árum. En ekki mun
verða hugsað til háskólabyggingar fyr en hann er kominn upp.
Háskólinn verður því að vera þar sem hann er um æðimörg
ár enn. A Þingvöllum mætti aftur á móti reisa þinginu sæmi-
legt hús á næstu sjö árum.
Reynslan er margbúin að sanna, að það er óheppilegt fyrir
margra hluta sakir að hafa alþing að vetrarlagi. Þá eru veður
verst, ferðalög erfiðust og skipagöngur strjálastar. Tíminn,
sem forfeður vorir völdu til þingsetu, er og verður lang-
heppilegasti tíminn. Og sé þing háð á hverju sumri, ætti það
ekki að þurfa að standa lengur en 4—6 vikur. Jafn víst er
og hitt, að staðurinn, sem forfeður vorir völdu að alþingis-
stað, er og verður heppilegasti staðurinn.
Það hefir stundum verið minst á það undanfarið, bæði í
ræðu og riti, að virðingin fyrir alþingi sé að þverra með
þjóðinni. En virðingin fyrir þeirri stofnun má aldrei þverra
og á aldrei að þverra. Einn þátturinn í því starfi að auka
veg þingsins er — að flytja það til Þingvalla. í kyrðinni þar
mundu aflgjafar íslenskrar sumardýrðar veita nýju gróður-
magni inn í störf þess og stýra málum þess inn á nýjar og
betri brautir. Þjóðin hefur alt af varðveitt lotningu fyrir alþingi
við Oxará. Og óskin um að hafa þingið þar hefur æ leynst
með henni, síðan það var lagt þar niður, og leynist enn. Eigi
allfáir núverandi þingmenn hennar munu vera þess hvetjandi,
að sú ósk verði bráðum uppfylt. Og færi nú fram atkvæða-
greiðsla um þetta mál, mundu þau verða fá atkvæðin á móti
því, að þingið fengi að flytja aftur heim á Þingvelli. Ekki
mundu landar vorir í Vesturheimi veikja framgang slíks máls,
ef þeir ættu að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Þessir
útverðir Islands, sem undir reginveldi hins enskumælandi
heims hafa varðveitt þjóðerni vort og tungu, hafa margsinnis
sýnt það, að þeim er kært að hlúa að þeim málum heima á
gamla landinu, sem því er sæmdarauki að. íslenskir menn