Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 41
Eimreiðin FRUMEINDAKENNING NÚTÍMANS 37
Pípunni. Menn komust brátt á þá skoðun, að þessar rafeindir
væru í öllum frumeindum, og þegar efni verða rafmögnuð
k d. við það, að tveim hlutum er núið saman, þá hugsar
fnaður sér, að það gerist þannig, að rafeindir losni frá öðrum
hlutnum og flytjist yfir á hinn. Sá hlutur, sem missir rafeind-
irnar, verður pósitívt rafmagnaður, en hinn sem tekur á móti
þeim, verður negatívt rafmagnaður.
Þegar vissa var fengin um, að í frumeindunum var baeði
Pósitívt og negatívt rafmagn
°9 hið negatíva var bundið
sem rafeindir, lá fyrir spurn-
ingin: Hvernig er pósitívu
rafmagni frumeindarinnar fyr-
ir komið? Úr þessu hefir
ekki verið leyst fyr en á
seinustu tíu árunum. En nú
bykjast menn vita, hvernig
írumeindirnar eru gerðar.
Með Englendinginn Ruther-
ford í broddi fylkingar hafa
vísindamenn um allan heim
unnið að því að leysa úr
bessari spurningu. Meðal
beirra, sem mikið hafa rann-
sakað frumeindarbygginguna,
má nefna danska eðlisfræð-
inginn Niels Bohr, sem fékk
Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1922, og nú má að minsta
kosti telja hann einn aðalforustumanninn á því sviði.
Eg verð að minnast hér lauslega á svo kölluð geislamögn-
uð efni. Radium er þeirra þektast og þýðingarmest. Þessi
efni senda frá sér þrenns konar geisla: alfa-, beta- og
aamma-geisla.1) Þeir fylgjast sjaldan allir að. Gammageislarnir
eru sama eðlis og ljósgeislar og Röntgensgeislar. Betageisl-
arnir eru rafeindirnar, sem eg hefi minst á, og alfageislarnir
eru sólefnisfrumeindir hlaðnar pósitívu rafmagni. Sólefni
1) Kendir við þrjá fyrstu stafina í gríska stafrófinu.