Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 95
ElMREIÐIN
KÓRS0NGUR
91
1 feðingarhríðunum1, hringmyndað vatnið með hvítu svönunum á,
s°ngvadísanna sætróma þjóna, er sveima’ um hinn heilaga garð.
1. gatgnerindi.
^ar9ar fórnir mér féllu um vanga, feiknvakin, sorgþrungin tár,
er turnana heima hrynja eg leit og hertekin sté eg á skeið,
^erlega blikaði fjandmannsins spjót og ferlega glumdi hans ár,
t*eir seldu mig hingað í útlenda ey, — óra kveljandi leið.
^ér er eg ambátt við Agamemnons, hins alkunna^ dóttur hlið,
^ofgyðjunnar hér, þar sem mannblót heimtar hin blóðþyrsta dís,
^ellena blóði skal blótstallinn rjóða að bölþrungnum grimdar sið,—
ke*r halda, að ef þar sé öðru fórnað, sé öllum glötunin vís.
^9 öfunda þá, sem ólánið fylgir frá æskunni’, og skilur ei við —
~~~ hann bugast ei, sem upp við það elst, sá ógæfu kjörinn son,
en skiftir ólán við ólán á ný, — en að eiga sælu og frið
°9 missa svo alt, það er öllum þyngst, er á enda er hver gleði og von.
2. erindi.
Nú héðan á hlæjandi bárum
þú heldur, mín drotning, frá mér,
með fimtíu öflugum árum
heim argverska skipið þig ber.
Þeir róðurinn knýja við hljóðpípuhreim,
þeim heyrist, sem Pan uppi’ í fjalli sé að rása,
á vaxlímdu smalablístruna’ að blása, —
eða’ er það Foibos, sem flytur þig heim,
spáguðinn sjálfur, og syngur burt angur og grand,
og sjöstrengjahörpunnar ómar
* Letó var þunguð af völdum Seifs, en Hera lagði á hana, að hún skyldi
ver3i á föstu Iandi geta fætt. Eyjan Delos var þá á floti; Letó komst
Pangað og ól þar börn sín, skáldaguðinn Apollón og Artemis veiðigyðju
setr> líka var gyðja ljósmæðra). í þakklætisskyni gerði Letó Delos fasta.
^atnið með svönunum og Kýnþoshöfðinn voru í Delos, nálægt hofi
^Pollóns.