Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 90
86
SPÍRITISMINN EFLIST Á ENQLANDI eimreiðiN
Eg held ekki að Fedor, eða frú Tranquil, hafi nokkurn tíma
heyrt konuna mína yrða á mig. Eg held ekki, að frú Tranquil
hafi lesið það alt í huga mínum, sem Fedor sagði. Eg var
ekki að hugsa um þessi efni né þá menn, sem hún mintist á.
Eg var eingöngu að hugsa um konuna mína.
Eg er sannfærður um það, að frú Tranquil er sannur miðill
og heiðarleg kona. Eg held, að Fedor sé framliðinn maður
og þess vegna held eg að sannfæring spíritistanna sé réttmaet.
Eg held, að konan mín sé lifandi, og að það hafi verið hún,
sem ávarpaði mig. Eg er sannfærður um, að hún kemur
heim til okkar, að hún hefur verið hjá mér í London 23.
september og að hún hefur tvisvar gert vart við sig í hringn-
um í Jóhannesburg.
Ekki getur hjá því farið, að rengingamaðurinn sjái það, að
ef Fedor er framliðinn maður, þá er framhaldslífið sannað, og
að ef hún er ekki framliðinn maður, þá hefur frú Tranquil
fundið hana upp, og þá er frú Tranquil einn af snjöllustu
svikurum, sem sögur fara af.
Eg ætla rengingamönnunum að skýra það, hvernig mannleg
vera, jafnvel hin slungnasta, hefur farið að því að beita svik-
um við nokkuð marga óþekta menn í Suður-Afríku, í sjö þús-
und mílna fjarlægð. Eg ætla þeim að skýra það, hvernig frU
Tranquil vissi um Margaret og Georg, og ef hún hefur fundið
upp Margaret og Georg á sunnudaginn var, hvernig það hefur
þá atvikast, að hringurinn í Jóhannesburg fann upp sama
parið nærri því einu ári áður.
Frú Tranquil var sagt, að eg héti hr. Roberts. Samt var
þetta eitt af því fyrsta sem Fedor sagði: »Daman yðar nefnir
yður nafni, sem byrjar á B. Ekki langa nafninu, heldur stutta
nafninu«. Hvernig vissi hún, að konan mín kallaði mig sefin-
lega Bob og aldrei Robert?
Eg hef ekki rúm fyrir alt, sem var sagt, og hef að eins
komið með part af því, sem er sannana eðlis. En fleira gerðist.
Aðrar raddir voru í herberginu, og ein þeirra var djúpur
bassi. Þessar raddir töluðu í hálfum hljóðum, og þær voru
það eina á fundinum. sem var draugalegt. Konan mín var kát
og glöð og Fedor var fjörleg, fljótleg, viljug, blátt áfam
greindarlegt, ánægt barn.