Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 43
Eimreiðin frumeindakenning NÚTÍMANS 39
'nn. Og það var nú gallinn, að Rutherford' gat ehki nenia
að nokkru leyti bygt upp aftur það, sem niður var rifið. Það,
sem eðlisfræðingarnir sérstaklega ráku augun í, var það, að
með frumeindakenningu Rutherfords sem grundvöll, var ekki
haegt að skýra litband (Spektrum) efnanna, t. d. litband vetn-
'sins, sem samsett er úr mörgum línum með mismunandi lit.
Nú hafði þýskur maður, að
mót gert merkilegar rann-
sóknir á útgeislun frá heitum
hlutum og komist að þeirri
niðurstöðu, að hún væri ekki
1 samræmi við rafeindakenn-
lngu Lorenz. En ' þegar alt
virtist komið þannig á ringul-
reið, kom danski eðlisfræð-
ingurinn Niels Bohr til sög-
unnar og tók sér fyrir hend-
Ur að reyna að leiða vísindin
út úr ógöngunum. Og það
má gera ráð fyrir, að honum
^afi tekist það að nokkru
ieYti að minsta kosti, eftir
t>eirri viðurkenningu að
óæma, sem hann hefir feng-
iÓ- En það er langt frá því,
aö alt sé á enda kljáð, og
kenning Bohrs er heldur ekki sú einasta, sem til er í þess-
um greinum.
Bohr hefir lagt til grundvallar rannsóknum sínum kenning-
ar Plancks og Rutherfords, og það-má segjá, að hann hafi
tekið þar við, sem Rutherford hætti. Hann beindi athugunum
sinum einkum að rafeindunum, sem eru fyrir utan kjarnann.
ttann hugsar sér, að þær gangi ekki ávalt í sömu braut,
heldur geti flutst úr einni í aðra. Ef rafeindin fer úr ytri
braut í innri, minkar orkuinnihald frumeindarinnar, og þessi
orka, sem frumeindin gefur þá frá sér, kemur fram sem ljós
°9 gefur ákveðna línu í litbandi efnisins. Til þess að rafeind-
nafni Planck, um seinustu alda-
Niels Bohr.