Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 17
EIMREIÐIN
AÐ L0GBERGI
13
Hvergi hafa hamingjudísir vors ástkæra fósturlands unnið
Slæsilegri sigra en hér á völlunum við Oxará. Hér hafa þær
■^egnað að vinna bug á grimmum óvinum lands og þjóðar.
Hér hafa þær stýrt þjóðinni gegnum óteljandi torfærur sund-
Urlyndis og svikráða. Þenna stað, sem Grímur Geitskör valdi
að samkomustað fyrir stjórnendur landsins og löggjafa, hafa
9uðirnir magnað og gert helgan þegar í árdaga íslands bygðar.
°8 sú helgi er ekki horfin enn í dag, þótt óheillavættirnar
n®ðu tökum í sögu þjóðarinnar um hríð.
Aldrei hefur nokkur þjóð átt sér veglegri þjóðsamkomu en
’slenska þjóðin átti á Þingvöllum. Þar tók náttúran höndum
sanian við mennina og reisti þjóðinni voldugt musteri. Það
er ekki að eins þinghöllin sjálf, þar sem völlurinn er salar-
Sólfið, hamrarnir loftsvalirnar og himininn hvelfingin, heldur
Hngtíminn, sem gerði alþing við Oxará óviðjafnanlegt. Him-
'ninn yfir þinghöllinni var ekki blýgrár eða kólguklæddur
Vetrarhiminn, heldur blár og heiður, — bjartur sumarhiminn.
Þ'ngið hófst um ]ónsmessuna, þegar íslenska náttúran er
Snóttlaus voraldar veröld«. í geislum miðnætursólarinnar riðu
ffienn í fylkingum um völluna, gengu til leika, fluttu mál sín,
Unnu að málatilbúnaði og dæmdu dóma. í hálfan mánuð á
ari hverju, frá fimtudeginum í 11. viku sumars þangað til á
roiðvikudag í 13. viku sumars, er sól var í hádegisstað, og
lögsögumaður sagði þingi slitið, var hátíð í landi. En það var
hátíð samfara alvöru lífsins, baráttu þjóðar, sem lagði alt í
sölurnar fyrir sjálfstæði sitt og frelsi.
II.
A Þingvöllum björguðu hollvættir landsins sjálfstæði þess
hvað eftir annað. Komið gat það fyrir, að fagurgali og fé-
SÍafir deyfðu sjálfstæðismeðvitund landsmanna um stund, er
beir dvöldu við hirðir erlendra þjóðhöfðingja. Og dæmi eru
þess, að landsmenn létu ginnast heima í héraði til að hlýða
a landráðatillögur erlendra erindreka. En þessi áhrif hjöðn-
uðu eins og dögg fyrir sólu, er landsmenn söfnuðust saman
a alþingi við Oxará. Þar var hin mikla aflstöð, þar sem þjóðin
fékk þróttinn til að lifa og starfa, óháð og frjáls.