Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 14
10
ANDRE COURMONT
EIMREIÐIN
er m. a. þessi einkennilega lýsing: »Eftir dálítinn tíma er Þri-
hyrningur allur kominn: þrjú hvöss, hrufótt horn, skemd af
beinátu eins og gamall risajaxl; jökullinn tindótti stingur gnýp-
um sínum upp í loftið; manni liggur við að hugsa, að hér se
of mikið um tennur, og kennir beygs af þessum neðra kjálka
veraldarinnar«.
Af öllu þessu var honum orðið svo hugfólgið alt, sem ís-
lenzkt var, að maður gat verið tímunum saman með honum
án þess að detta í hug, að hann var útlendingur. Hann þekti
alt, sem góður íslendingur þekkir, skildi hverja hálfkveðna
vísu, gat komið með margvíslegan fróðleik frá ferðum sínum
og ýmsar athuganir, sem ávinningur var að heyra.
Kemur nokkurn tíma aftur slíkur útlendingur á Island? Mér
blæðir í augum að hugsa um, hvað hann hefði getað gert —
hvað hann hefði getað gert fyrir Island með því að segja
heiminum frá því, gert fyrir heiminn með því að segja hon-
um frá Islandi. Hann átti alt sem þurfti: þekkingu og skiln-
ing á því, sem íslenzkt var, gáfur og víðsýni, fult vald á
tveimur höfuðtungum Norðurálfunnar.
Nú tjóar ekki að sakast um orðinn hlut. Courmont skrifaði
ekki um Island og hefði varla gert það, þó að honum hefði
orðið lengra lífs auðið. Ef til vill vissi hann of margt, vissi af
of mörgu ókönnuðu, til þess að nema staðar við eitt viðfangs-
efni. Ef til vill var einhver strengur í framkvæmdaþörf hans
brostinn eftir reynslu styrjaldarinnar. Enda hefur hann átt er-
indi til Islands, þó að hann víðfrægði það ekki erlendis.
Islendingum hættir við að líta of smátt á sjálfa sig. Jafnvel
versti þjóðarrembingurinn er ekki annað en grímubúin van-
trú á þjóðina. Heilbrigð sjálfsvirðing kann sér betra hóf,
skynsamlegt sjálfsálit telur fram það sem þjóðin á, en ekki
það sem hún ætti að eiga eða gæti átt. Vér vitum hvorki
nógu ljóst, hvað vér eigum frá fornu og nýju fari, né hvers
virði það er í hlutfalli við auðlegð annara þjóða. Þess vegna
erum vér of fljótir að elta skugga erlendra þjóða í þjóðmál-
um, siðum og menningu — grípa þar í tómt um leið og vér
gloprum úr hendinni eigu sjálfra vor.
Ef til vill verður ekkert ráð áhrifavænna við þessu en ef
sjálfir útlendingarnir, sem vér öfundum mest, vilja opna augu