Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 14

Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 14
10 ANDRE COURMONT EIMREIÐIN er m. a. þessi einkennilega lýsing: »Eftir dálítinn tíma er Þri- hyrningur allur kominn: þrjú hvöss, hrufótt horn, skemd af beinátu eins og gamall risajaxl; jökullinn tindótti stingur gnýp- um sínum upp í loftið; manni liggur við að hugsa, að hér se of mikið um tennur, og kennir beygs af þessum neðra kjálka veraldarinnar«. Af öllu þessu var honum orðið svo hugfólgið alt, sem ís- lenzkt var, að maður gat verið tímunum saman með honum án þess að detta í hug, að hann var útlendingur. Hann þekti alt, sem góður íslendingur þekkir, skildi hverja hálfkveðna vísu, gat komið með margvíslegan fróðleik frá ferðum sínum og ýmsar athuganir, sem ávinningur var að heyra. Kemur nokkurn tíma aftur slíkur útlendingur á Island? Mér blæðir í augum að hugsa um, hvað hann hefði getað gert — hvað hann hefði getað gert fyrir Island með því að segja heiminum frá því, gert fyrir heiminn með því að segja hon- um frá Islandi. Hann átti alt sem þurfti: þekkingu og skiln- ing á því, sem íslenzkt var, gáfur og víðsýni, fult vald á tveimur höfuðtungum Norðurálfunnar. Nú tjóar ekki að sakast um orðinn hlut. Courmont skrifaði ekki um Island og hefði varla gert það, þó að honum hefði orðið lengra lífs auðið. Ef til vill vissi hann of margt, vissi af of mörgu ókönnuðu, til þess að nema staðar við eitt viðfangs- efni. Ef til vill var einhver strengur í framkvæmdaþörf hans brostinn eftir reynslu styrjaldarinnar. Enda hefur hann átt er- indi til Islands, þó að hann víðfrægði það ekki erlendis. Islendingum hættir við að líta of smátt á sjálfa sig. Jafnvel versti þjóðarrembingurinn er ekki annað en grímubúin van- trú á þjóðina. Heilbrigð sjálfsvirðing kann sér betra hóf, skynsamlegt sjálfsálit telur fram það sem þjóðin á, en ekki það sem hún ætti að eiga eða gæti átt. Vér vitum hvorki nógu ljóst, hvað vér eigum frá fornu og nýju fari, né hvers virði það er í hlutfalli við auðlegð annara þjóða. Þess vegna erum vér of fljótir að elta skugga erlendra þjóða í þjóðmál- um, siðum og menningu — grípa þar í tómt um leið og vér gloprum úr hendinni eigu sjálfra vor. Ef til vill verður ekkert ráð áhrifavænna við þessu en ef sjálfir útlendingarnir, sem vér öfundum mest, vilja opna augu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.