Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 91
EIMreiðin SPIRITISMINN EFLIST Á ENGLANDI 87
Þegar eg »fer yfir um« ætla eg mér að skygnast um eftir
Fedor. Og eg skal finna hana.
Eins og eg gat um áður, hefur þessi ritgerð vakið afar-
™ikla athygli um alt England. Allir virðast þekkja Blatchford.
^ilir vita, hvernig skoðanir hans hafa verið. Og allstaðar er
uei-ið að tala um þessi gagngerðu skoðanaskifti. Sumir af
a9ætustu mönnum sálarrannsóknanna, svo sem Sir Oliver
Lodge og Sir Arthur Conan Doyle hafa farið um Blatchford
hinum ástúðlegustu lofsemdarorðum. En einna skemtilegastur
beirra, er tekið hafa þátt í umræðum um þessa reynslu manns-
lns, er einn presturinn í ensku biskupakirkjunni. Hann sýnir
fratn á það, hver fjarstæða það sé, sem Blatchford sé að fara
með, þar sem framliðnir menn séu dauðir — bæði líkami og
Sal- Eitt enska blaðið bendir á það, hvað það sé kynlegt, að
hann standi í prédikunarstól kirkjunnar, en bændur vestur í
Canada vanti vinnumenn. Blaðinu finst, að hann ætti betur
heima í vinnumensku vestur á preríunum. Og óneitanlega fara
Llutverkin að snúast við nokkuð skringilega, þegar það fara
að verða »vantrúarmennirnir«, sem halda uppi trúnni á lífið
eftir dauðann, en prestarnir í kirkju Hrists flytja þann boðskap,
a^ menn deyi, bæði líkami og sál.
Frásögn Blatchfords gæti auðvitað gefið tilefni til margvís-
'egra hugleiðinga. I þetta sinn ætla eg að eins að benda á
eina hlið. Svo virðist, eftir þeim atriðum, sem Blatchford
skýrir frá, sem konan hans hafi hagað sannanaaðferð sinni
nokkuð á annan veg en altíðast er. Hún leggur ekki kapp á
að koma með endurminningasannanir úr sambúð þeirra. En á
hift leggur hún mikla stund, að fá hann til að trúa því, að
henni sé enn nákvæmlega kunnugt um heimili þeirra. Hún
ueit um garðinn og herbergisloftið, sem þurfti viðgerðar, og
Lláa diskinn, sem hafði brotnað, og hún leitar að skónum, sem
stungið hafði verið niður í skúffu, og finnur þá ekki. Hún
ueit um rúmið, sem hafði verið fært til, um blómin, sem sett
höfðu verið við myndirnar af henni, um vasaklútana, sem
dætur hennar höfðu notað, og þá vasaklúta, sem hún vildi
láta þeer nota, um myndina, sem send hafði verið til Afríku,