Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 46
42 FRUMEINDAKENNING NÚTÍMANS eimreiðiN
hafa verið eru bór, fluor, natrium, aluminium og fosfór. Þessi
frumefni eru meðal þeirra, sem hafa minstan frumeindar-
þungann, fosfór er hæst með frumeindarþungann 31. Allmörg
önnur frumefni hafa verið reynd, en árangurslaust, að því er
mér er kunnugt.
Þessi efni, sem klofnað hafa með aðferð Rutherfords, eru
bæði föst og Ioftkend. Sé efnið fast, er skotið á það, eða
réttara sagt, gegnum afarþunna himnu, sem gerð er úr þv'-
Sé efnið lofttegund, er það innilukt, ásamt hinu geislamagnaða
efni, í þar til gerðum kassa úr messing. A öðrum enda kass-
ans er op, og í það sett pappaþynna, sem zinkulfid er borið
á, svo að vetnisfrumeindir, eða réttara sagt vetniskjarnar og
aðrar rafmagnaðar agnir, sem lenda þar á, með nægilegum
hraða, geta orðið sýnilegar. Kassinn er settur milli pólanna a
rafsegul, sem hægt er að gera mismunandi sterkan. I sam-
bandi við þetta er höfð smásjá, sem hægt er að sjá agnirnar
í, þegar þær Ienda á zinksulfidinu. Þegar rafmagnaðar agnir
eru á ferðinni milli segulpólanna, brevta þær stefnu mismun-
andi mikið eftir hraða, þunga og rafmagnshleðslu, og koma
þvt á mismunandi stað á zinksulfidið. Positív og negatív ögu
fara sín til hverrar hliðar, þvert á stefnu segulkraftlínanna.
Þetta er það helsta, sem þarf til þess, að bera saman þunga
agnanna, og sýna fram á, að sumar t. d. eru vetnisfrumeindir-
Þetta sem hér hefir verið sagt um klofningu á einstöku
frumeindategundum, þegar skotið er á þær með sólefnisfrum-
eindum, hefir styrkt menn í þeirri trú, sem í rauninni er yfir
hundrað ára gömul, að allar frumeindir séu gerðar úr einm
og sömu frumögn. Það var skömmu eftir að Dalton kom
fram með frumeindakenningu sína, að Englendingurinn Prout
gerðist forgöngumaður þeirrar kenningar, að vetnisfrumeindin
væri sú frumögn, sem allar aðrar frumeindir væru gerðar úr.
Skoðun Prouts hafði lítið fylgi í fyrstunni, en nú munu flestir
hallast að henni, þó verður að bæta því við, að vetnisfrum-
eindin er gerð úr einni negatívri rafeind og pósitívum kjarna.
Þetta tvent verða því frumpartarnir í. öllu. í úraníumfrum-
eindinni ættu t. d. að vera 238 vetniskjarnar og jafnmargar
rafeindir.
Eitt er einkennilegt, ef skoðun Prouts væri rétt. Tökum