Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 20
16
AÐ L0GBERGI
EIMREIÐIN
vinnu þegar á barnsaldri. En hann var snemma harðger-
Þegar hann var á átjánda ári, var hann orðinn formaður a
hákarlaskipi föður síns og aflaði ágætlega. En honum var
ætlað annað starf en að glíma við hákarla hafsins. Hann átti
að verða boðberi betri tíma og þeyta herlúðurinn gegn þjóð-
arsvefninum íslenska.
Með miklum dugnaði braust Baldvin til menta, las lög 1
Kaupmannahöfn og réðst þar í það, sem mest var um vert,
— að gefa út tímarit til að vekja landa sína heima á Fróm
og knýja þá til framsóknar. I fjögur ár hélt hann, ásamt ein-
um félaga sinna, þessu riti úti, þar sem hann eggjaði landa
sína til dáða. Lét hann eina af hollvættum þjóðarinnar stíga
fram, tala til hennar eggjunarorð og hvetja hana. »Armann a
alþingi« er ein óslitin eggjunarræða um að rétta við aftur
forna frægð, kasta af sér útlendum ánauðarhlekkjum, hjálpa
sér sjálfur — og endurreisa alþing á Þingvöllum.
Baldvini fanst æfi þjóðarinnar svo nátengd þessari helgu
þjóðsamkomu á Þingvöllum, að því að eins gæti þjóðin rétt
við, að sú stofnun risi úr rústum á hinum fornhelga stað.
Líf Baldvins Einarssonar var stutt, en ein óslitin barátta.
Tómlæti landa hans var mikið, og honum auðnaðist ekki að
sjá nema örlítinn árangur verka sinna. Hann stóð í eldinum
án þess að ætlast til launa, enda fékk hann þau engin. Og
eldurinn var það, sem svifti hann lífi, rúmlega þrítugan. Hann
lést í Kaupmannahöfn af brunasárum 9. febrúar 1833.
Baldvin Einarsson var brautryðjandi, og það er bjart yfir
mynd hans úti í bláma minninganna. Hann flutti fagnaðar-
erindi þjóðrækninnar og ættjarðarástarinnar í hennar göfgustu
og bestu mynd.
Þegar Baldvins missir við, koma Fjölnismenn og taka upp
sömu baráttuna. Eitt grundvallaratriðið í lögum Fjölnismanna
var þetta: Vér viljum hafa alþing á Þingvöllum. í ritinu
Fjölni börðust þeir af alefli fyrir því að koma þessari
hugmynd í framkvæmd. Og fjórmenningarnir, sem gáfu út
Fjölni, voru allir eldheitir hugsjónamenn: Brynjólfur Péturs-
son, Konráð Gíslason, ]ónas Hallgrímsson og Tómas Sæ-
mundsson. Með djúpri hrygð kveður Jónas um Þingvelli: