Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 15

Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 15
EIMREIÐIN ANDRÉ COURMONT 11 vor fyrir því, sem vér erum og eigum. Á þeim tímum, sem sveitirnar sækjast eftir þeirri hlið á menningu Reykjavíkur,. sem er ekki annað en dreggjar af Hafnarmenningu, sem aftur er léleg eftirmynd af menningu Parísar — getur dæmi Cour- monts vakið til umhugsunar. Hann þekti Parísarlífið og átti kost á að taka fullan þátt í því, en íslenzkan, íslenzku hest- arnir og íslenzk náttúra varð yfirsterkara. Að eins þeir menn, sem voru nákunnugir honum, vissu, hve harða baráttu og sára hann varð að heyja til þess að geta dvalið hér síðustu árin. Island eignaðist hann. Mér finst það auðugra eftir en áður. Hann var svo merkilegur maður, átti svo margs og mikils hosti, að það var sómi að eignast alla ást hans og aðdáun, °9 vita hvað hann lagði í sölurnar fyrir hana. Það var bjartan sumardag 1921. André Courmont var ný- hominn til Parísar snöggva ferð. Hann hafði sótt mig í hótel- ’ð í Quartier latin, þar semj ég dvaldi það sumar, sýnt mér nokkra staði í borginni, sem hann hafði mætur á, og ekið með mig út í sveitaþorpið La Varenne Chenneviéres, þar sem •nóðir hans og systir áttu heima. ^Síðara hluta dagsins vorum við úti á Marne á litlum báti og borðuðum kvöldverð í eyju 1 ánni. Eg hef ekki lifað marga skemtilegri daga. Courmont, þessi tvískifti maður, var í óvenjulegu samræmi við tilveruna, þar sem honum gafst í einu kostur á að vera á æskustöðv- unum, og tala þó um Island á íslenzku. Um kvöldið yfir skál- um sagði ég við hann í gamni, að eina leið fyrir hann til þess að verða ódauðlegur hefði einmitt verið að koma til ís- lands. í Frakklandi hefði nafn hans týnzt eftir fáar kynslóðir. En íslendingar væri alt of minnugir til þess að gleyma nokk- urn tíma þessum einkennilega útlendingi, sem Island hefði heillað til sín sunnan úr heimi. Courmont var þá ekki dauði 1 hug, heldur líf og starf. Samt fann ég, að honum þótti vænt um þessi ummæli. Svo íslenzkur var hann orðinn, að hann gat fundið til líkt og Þorgils skarði, að ilt væri að láta enga sögu af sér ganga. Mér er óhætt að treysta því, að ég hafi ekki lofað meiru en Islendingar munu efna. Þeir hafa munað gesti, sem dvöldu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.