Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 57
ElMREIÐIN
NÝLENDA ÍSLANDS
53
Ir>gurinn Helgi ÞórÖarson (Skáld-Helgi) var kosinn lögmaður
1 Qrænlandi (um 1030) — að því er allar líkur virðast benda
til — vegna þess, að hann hefur verið fróður um íslensk Iög.
Forfeður vorir báru hina mestu virðingu fyrir lögþekkingu,
°2 spratt sú virðing eðlilega af þeirri meðvitund, að bæði
þurfti vit og fróðleik til þess að segja lög. Þegar Qrænlend-
'ngar voru fyrst að koma sér fyrir sem landnemar með afar
erviða aðdrætti og fjandsamlega, óskylda þjóð alstaðar um-
hverfis, var það auðvitað hin mesta blessun að geta vitað, að
ullir lifðu við rétt og skyldur samkvæmt lögum móðurlandsins.
Lífskjörin voru að mörgu leyti lík. Landbúnaður, föng og fiski
yoru atvinnuvegirnir þar sem hér, en uppruni, hugsanarháttur og
réttarmeðvitund tengdu löndin saman frá byrjun. Ohjákvæmi-
legt hefur orðið að staðlegar reglur og bindandi venjur hafa
fuvndast, eftir því sem fram í sótti, en hvorki hafa þær hagg-
að gildi hinna almennu laga né heldur getað neitt gert í þá
ah að rifta réttarsambandi landanna, fremur en samþyktir og
sfaðvenjur geta haggað lögskipun vorri hér. Loks verður stöð-
uglega að minnast þess, sem mest er um vert í þessu efni, að
en9in almenn ráðstöfun af hálfu Grænlendinga er til, sem fari
' þá átt að gera neina breyting um upphaflega nýlendustöðu
iandsins, gagnvart móðurlandi þess.
Því hefur verið haldið fram af einstöku rithöfundum, að
Qrænlendingar hafi frá því, er landið var numið frá íslandi,
siofnað sjálfstætt ríki, en að þessi óháða ríkisstaða Græn-
lands hafi glatast þegar landið, á sama hátt og ísland, tók
Vfir sig konungsvald. Þessi kenning mun vera þannig til komin
að minsta kosti hjá þeim fylgismönnum hennar, sem mér er
hunnugt um — að þeir hafa misskilið orð Konrads Maurer,
sem er alkunnur fyrir rit sín um íslenskan rétt og stjórnmál.
1 ritgerð nokkurri, þar sem Maurer einnig gerir Grænland að
"mtalsefni, hefur hann farið líkum orðum um frelsi og sjálf-
stæðisglötun Grænlands eins og hann gerir um ísland, — og
9etur svo virst að hann sé þar ekki sjálfum sér samkvæmur.
En sé betur að gáð verður hann að skiljast svo, að »fríríkið«,
sem veitti þegnunum hið víðasta frelsi (a: án umboðs stjórnar)
Var afnumið með gamla sáttmála. Þar sem þessi höf. minnist
a skýring ]óns Sigurðssonar um stöðu íslands gagnvart Dan-