Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 106
102
RAUÐA SNEKK]AN
eimreiðin
»]á«.
»Þá komum við heim rétt fyrir hátíð heilags Kládíusar.
Þú færir víst Úríönu silkikjól frá Levantíu, svo hún geti
haldið áfram að líta út eins og drottning«.
Ardi svaraði ekki.
»Við sjómennirnir eigum ekki altaf sjö dagana sæla«, sagði
stýrimaður.
»Við njótum gæðanna, sem okkur falla í skaut að eins
stutta stund og vitum jafnvel ekki nema einhverjir óboðnir
njóti þeirra með okkur«.
Ardi tók eftir illgirninni í orðunum, en þagði. Pirsant hélt
áfram:
»Nei, við erum ekki altaf einir um þau. — — — Það er
hættulegt að fara í langferðir. Þá getur maður aldrei komið
heim öllum að óvörum«.
»Heyrðu nú, skakkglyrnan þín!« sagði Ardi og snéri sér
að Pirsant. »Segðu heldur hreint og beint það, sem þér býr
í brjósti. Eg skil þig ekki vel í nótt«.
»Eg tala nú svona alment«, svaraði Pirsant. »Eg nefni
engin nöfn«.
»Hvað veist þú svo sem? Hvaða nöfn áttu við?«
»Eg veit mikið, þó að eg geti þagað«.
I einu vetfangi stökk Ardi á stýrimann og greip í axlir
honum. »Segðu það, sem þú veist, og gáðu að þér, skakk-
glyrna«.
»Ef eg nú segi þér það, sem eg veit, þá geri eg það að
eins þín vegna«, svaraði hinn og reif sig lausan.
Úríana dregur þig á tálar. Það er eins víst og guð er
uppi yfir okkur. Sonur þinn og hún unnast. Þú getur komið
að þeim óvörum nú, ef þú vilt. Eg legg líf mitt að veði fyrir
því, að eg segi satt — — —«.
Þannig stóð á því að rauða snekkjan breytti stefnu og hélt í
norður. Úr skutnum sá Pirsant stjörnurnar hverfa niður í hafið.
Næstu nótt gekk Ardi einsamall í land. Við ysta hafnar-
garðinn skildi hann eftir skútuna. Enginn varð hans var, því
þetta var síðla nætur, og himininn var hulinn dimmum skýjum.