Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 38
34 FRUMEINDAKENNING NÚTÍMANS eimREIÐIN
frumefnin verða að íeljast íniklu fleiri en áður, og það virð-
ist eiginlega óhjákvæmilegt. Það er einkum Englendingurinn
Aston, sem fengið hefir Nobelsverðlaunin í efnafræði árið
1922, sem hér kemur við sögu. Hann hefir fundið, að mörg
af þeim efnum, sem menn hingað til hafa kallað frumefni og
talið vera gerð úr frumeindum, sem allar væru eins, er hægt
að kljúfa sundur í tvo og jafnvel fleiri hluta, sern að vísu
ekki var hægt að gera neinn mun á efnafræðislega, en höfðu
lítið eitt mismunandi frumeindaþunga. Eg skal ekki ræða
frekar um þetta hér, en vísa mönnum á ritgeð eftir Þorkel
Þorkelsson, sem birt var í Andvara árið 1922.
Þegar búið var að finna hlutfallsþunga frumeindanna, la
næst fyrir að finna raunverulegan þunga þeirra og þá helst
stærðina líka. En þetta var enginn hægðarleikur, og eg skal
reyna að sýna mönnuin fram á það. Hugsum okkur, að við
hefðum meðalstórt ölglas, fyltum það af vatni og heltum
svo úr því í sjóinn eða hvar sem vera skal. Gerum ráð fyi">r>
að hægt hefði verið að auðkenna á einhvern hátt allar vatns-
sameindirnar, sem voru í glasinu, og þær hefðu svo blandast
eins vel og unt er öllum sjó og öllu vatni á jörðunni. Hvað
mundurn við þá geta vænst þess að fá margar af hinurn auð-
kendu sameindum, ef við fyltum nú glasið aftur með vatni?
Það verður ekki svo afar há tala, um 2000, en þó nokk-
uð, þegar að því er gáð, að með öllu vatni á jörðunni er
hægt að fylla c. 5000 triljónir (5000,000,000,000,000,000,000)
ölglasa. Sameindafjöldinn í glasinu verður auðsjáanlega 2000
sinnum meiri, eða um 10,000,000 triljónir.
Eg vil taka annað dæmi, sem sýnir enn þá greinilegar,
hversu litlar fruineindir og sameindir eru. Þá vil eg hugsa
mér, að eg hafi holan tening, 1 cm. á hlið, loftinu sé dælt úr
honum og síðan gert á hann gat, hæfilega stórt til þess, að a
hverri sekúndu streymi 1 miljón sameinda inn úr loftinu um-
hverfis. Þegar komin væri 1 miljón, mundi líklega mörgum
þykja nóg komið, en það er langt frá því, að teningurinn se
þá orðinn fullur, hann væri ekki orðinn það fyr en eftir ná-
lega miljón ár (c. 950,000 ár). Hér er gert ráð fyrir venju-
legri loftþrýstingu. Þess skal getið, að í raun og veru er
aldrei hægt að dæla teninginn lofttóman. Svo langt er þo