Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 27
eimreiðin
TIL FERSKEYTLUNNAR
23
Á ey og bala öldufalls
áttu sali kunna,
þú ert dala dís og fjalls,
dóttir alþýðunnar.
Þó sumum háum lítist lág
leið þín, ná þeir hvergi,
en standa hjá er stiklarð’ á
stuðla gljáu bergi.
Undra heima áttu þá,
sem ýmsra gleymast sýnum.
Vel sé þeim, sem verði á
vaka yfir seimi þínum.
Ólína Andrésdóttir.
Ræða á Álfaskeiði
23. júlí 1923.
Mikið er talað um fólkstrauminn í kaupstaðina og hættu
þá, er þjóðmenningu vorri geti stafað af ofvexti hans. Sá
straumur er ekkert sérstakur fyrir oss Islendinga. Svona hefir
það gengið á síðustu tímum í öðrum menningarlöndum, sem
kölluð eru. Orsakirnar eru margar, og ein hin ríkasta þeirra
eflaust sú, að fólki sem lifir á handafla sínum einum, veitir
auðveldara að giftast og reisa bú í borgum en sveitum. En jafn-
framt munu margir dragast til borganna af ljósri eða óljósri
þrá eftir viðburðaríkara, fjörugra lífi, meira samlífi við aðra
menn en sveitirnar virðast mega veita. Og þó að reyndin
verði oft önnur í borgunum en búist var við, þá fer hér sem
oftar, að einn eltir annan og býst við að finna það, sem hinn
fann ekki. En því meir sem fólki fækkar í sveitum, því örð-
ugra á alt andlegt líf þar uppdráttar, ef ekki er við gert. Og