Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 40
36
FRUMEINDAKENNING NÚTÍMANS eimreiðiN
Lengi vel höfðu menn talið, að frumeindirnar væru þa^
minsta, sem hugsanlegt væri, að efnin gætu greinst í. Þetta
reyndist þó á annan veg.
Sé sendur rafmagnsstraumur gegnum »Geisslerspípu«, verð-
ur maður var við ýms merkileg fyrirbrigði. Geisslerspípa er
nærri því lofttóm glerpípa. í báðum endum pípunnar standa
platínuþræðir gegnum glerið, og eru þeir tengdir við raf-
magnsvél eða annað, sem gefur háa spennu, t. d. nokkur
þúsund »volt«. (Til samanburðar má geta þess, að spennan,
sem venjulega er notuð til ljósa, er 220 »volt«). Sá þráður-
inn, sem straumurinn fer inn um, kallast »anóða«, en hinn
»katóða«. Ef loftþrýstingin er mjög lítil, koma fram ýms ljós-
fyrirbrigði, sem ekki er ætlun mín að skýra hér frá, en auk
þess urðu menn varir við, að í pípunni voru á ferðinni ör-
smáar agnir, hlaðnar rafmagni, sumar pósitívu, og fóru þ$r
frá anóðunni til katóðunnar, aðrar voru hlaðnar negatívu raf-
magni og fóru í gagnstæða átt. Negatívu agnirnar voru nefnd-
ar rafeindir (elektroner), og þær mynda svo nefnda katóðu-
geislá. Þessir geislar ná því lengra út frá katóðunni, sem
loftþynningin er meiri, og ef þeir komast alla leið út að gler'
inu, eða lenda á einhverju öðru efni, sendir það frá sér nýja
tegund geisla, sem kallast Röntgensgeislar. Þeir eru sama
eðlis og ljósgeislar og fara með hraða ljóssins. Það hefir
verið hægt að mæla þunga þessara agna og þungi rafeind-
anna hefir reynst rúmlega V2000 af þunga léttustu frumeind-
arinnar. Þunginn vex með hraðanum, en hann vex aftur með
spennumuninum milli anóðu og katóðu, og getur t. d. verið
r/6 af hraða ljóssins, sem er 300,000 kílómetrar á sekúndu.
Rafmagnshleðsla rafeindanna er ávalt hin sama. Pósitívu agn-
irnar eru miklu stærri en þær negatívu, og þunginn er mis-
munandi eftir því, hvaða lofttegund er inni í pípunni. Raf'
magnshleðsla þeirra er einnig breytileg.
Uppgötvanir þær, sem hér ræðir um, voru gerðar á sein-
ustu 20 árum 19. aldarinnar. Var það einkum Englendingur-
inn ]. ]. Thomson, sem stóð þar framarlega. Rannsóknirnar
leiddu það nú ótvírætt í ljós, að þessar pósitívu og negatívu
agnir mynduðust þannig, að ein eða fleiri rafeindir klofnuðu
frá frumeindum eða sameindum þeim, sem eftir voru inni 1