Eimreiðin - 01.01.1931, Síða 58
38
REIKNINGAR ÍSLENZKA RÍKÍSINS
EIMREIÐIN
erlendra ríkja. Er það talið frumskilyrði þess, að hægt sé að
stjórna fjármálum með hagsýni, að slíkar upplýsingar komi
greinilega fram af reikningunum.
Tvent er það, sem hægt er að gera til bóta í þessu hér á
landi, auk þess er beint leiðir af umbótum þeim, sem þegar
hefur verið getið um. Er annað eingöngu formbreyting, en
hitt jafnframt nokkur efnisbreyting.
Nú er færslu tekna og gjalda ríkisstofnana hagað þannig,
að eigi verður séð á einum stað í landsreikningnum reksturs-
útkoma þeirra. Úr þessu má auðveldlega bæta með því að
fella rekstursreikninga þessara stofnana þannig inn í lands-
reikninginn, að til tekna eða gjalda komi aðeins gróði eða
tap á rekstri stofnananna. Verður þá á einum stað séð, hvernig
stofnanirnar bera sig.
Eigi verðar til hlítar fundin reksturs-niðurstaða fyrirtækis
nema því aðeins, að tekin sé til greina fyrning af eignum
þeim, sem notaðar eru við reksturinn, og vextir af fé því, sem
bundið er í fyrirtækinu. Um fyrninguna hefur verið rætt að
framan, og skal ekkert af því endurtekið. Um vextina vil ég
geta þess, að hjá sumum erlendum ríkjum er ríkisfyrirtækjum
öllum reiknaðir vextir af því fé ríkisins, sem þær hafa undir
höndum, til þess að hin rétta rekstursniðurstaða komi í ljós.
Vaxtaútreikningur þessi hefur eigi áhrif á heildarábafa eða
halla á ríkisbúunum, þar sem vextirnir eru færðir ríkisstofn-
unum til útgjalda (Debet) og jafnframt aðal-vaxtareikningi
ríkisins til tekna (Kredit). Árangurinn verður sá, að nákvæm-
lega rétt mynd fæst af rekstri hverrar stofnunar. Fyrningar
verða að reiknast til þess að náð verði réttri mynd af rekst-
ursniðurstöðu þjóðarbúsins í heild. Þessvegna er óumflýjan-
legt að taka tillit til þeirra þegar á fyrsta ári eftir að reikn-
ingnum er breytt. Aftur á móti getur komið til mála að taka
eigi upp vaxtafærslur þær, sem getið hefur verið, nú þegar,
þar eð þær þurfa nokkurn undirbúning, en mikil vinna óhjá-
kvæmileg við að koma hinu nýja skipulagi á laggirnar að
öðru leyti. En sjálfsagt virðist að hrinda þessu atriði til fram-
kvæmda áður langt um líður.
Af því, sem sagt hefur verið hér að framan, vænti ég, að
mönnurn verði það ljóst, að til breytinga hlaut að draga í