Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1931, Page 108

Eimreiðin - 01.01.1931, Page 108
88 RAUÐA DANZMÆRIN EIMREIÐIN' Mötu Hari, alvarlegur á svip, að fá sér sæti, tók sjálfur pappír og ritföng til að skrifa upp framburð hennar, og mælti: »Segið mér, hve lengi hafið þér verið í njósnarliði Þjóðverja?4 Spurningin kom eins og reiðarslag yfir Mötu Hari. Hún riðaði í stólnum og fölnaði upp. Dirfskan og sjálfstraustið hvarf fyrir, óttanum, og með skelfingarsvip stamaði hún út úr sér: »Ég--------— ég skil yður ekki«. »Segið mér, H 21, hvenær þér urðuð fyrst launaður njósnari í njósnarliði óvina vorra?< Eftir þetta mun Mötu Hari hafa farið að verða ljóst, að saga rauðu danzmeyjarinnar væri senn á enda. Nú var ekkert eftir nema njósnarinn H 21. Alla nóttina, sem nú fór í hönd, lá glysgjarna, munaðarsjúka danzmærin frá skrautsölum Parísar andvaka á hörðu fleti í Saint- Lazare fangelsinu og beið dagsins með skelfingu. (Frh.) Áhyssjur og hamingjuleit. Enginn er svo hamingjusamur, að aldrei gangi honum neitt á móti skapi. Varla mun sá nokkur karlmaður, að piparsveinum auðvitað und- anteknum, sem aldrei hefur lent í deilu við konuna sína. Fáir foreldrar hafa sloppið við áhyggjur út af veikindum barna sinna, fáir atvinnurek- endur hafa komist hjá kvíða út af fjárhagsörðugleikum. Fáir embættis- menn hafa sloppið við samvizkubit út af einni eða annari yfirsjón í embættisrekstri. Þegar svo stendur á, er það ómefanlega mikils virði að geta orðið hugfanginn af einhverju utan við orsök áhyggjunnar. Ef ekk- ert er hægt að gera og kvíðinn þjakar, fekur einn ef til vill það ráð að fara í skák, annar sezt með spæjarasögu og fer að lesa, þriðji sökkvir sér niður í almenna stjörnufræði, fjórði leitar sér huggunar við að lesa um fornmenjagröftinn í Ur, frá tímum Kaldeanna. Allir þessir menn fara viturlega að ráði sínu, en sá sem ekkert gerir til þess að dreifa áhyggjunum, en lætur þær fá algert vald yfir sér, hann breytir óhyggilega og verður sjálfur allsendis ófær um að bæta úr böli sínu, þó að tækifæri bjóðist til þess. Mjög Iíkt má segja um þá, sem verða fyrir óbætanlegu tjóni, svo sem þá, sem verða fyrir ástvinamissi. Það gerir ekki nema ilt eitt að láta yfirbugasf. Sorgin verður ekki um- flúin, og við henni má jafnan búast, en alt skyldi gert sem unt er til þess að draga úr henni. Það er ómenska að láta sorgina gera sig að aumingja. Ég neita því auðvitað ekki, að sorgin getur bugað, en ég held því fram, að hverjum manni beri að forðast þau örlög og leita heldur allra ráða, sem hvorki eru skaðleg eða spillandi, til þess að sigr- ast á henni. Bertrand Russell.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.