Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1931, Side 126

Eimreiðin - 01.01.1931, Side 126
106 RITSJÁ EIMREIÐIN Hjá jafnfámennri þjóð sem vér íslendingar erum, getur vart verið að búast við, að út komi mikið af fræðibókum og vísindaritum árlega. Mark- aður fyrir slikar bækur er hér harla þröngur. Þó kemur öðru hvoru út eitthvað af slíkum bókum, en með minna móti árið sem leið. Af almenn- um kenslu- og fræðibókum má einkum telja Islendingasögu Arnórs Sig- urjónssonar, Kvistin fvæði Friðriks Hallgrímssonar, Stafsetningavovðabók Freysteins Qunnarssonar og bók Guðmundar Hannessonar um húsa- kynni (Nokkviv þættiv úv heilsufvæði. 1. þáttur: Húsakynni. Utg. Þor- steinn Gíslason), auk hagfræði þeirrar, sem áður er nefnd. Þá hefur Björg C. Þorláksson samið mikið rit um manneldisfræði, Matavæði og þjóðþvif (útg. ísafoldarprentsmiðja). Nokkrar -bækur hafa komið út í sambandi við alþingishátíðina. Má þar til nefna Alþingismannatal, allmikla bók og vandaða að ytra frá- gangi, en að ýmsu ónákvæma og villandi sem heimild, eins og henni er þó fyrst og fremst ætlað að vera. Ennfremur má nefna Hálíðavljóð, Handbók alþingishátíðavnefndav og Lögsögumannskjöv á alþingi 930, alt bækur, sem beinlínis hafa verið samdar vegna alþingishátíðarinnar og út gefnar af framkvæmdanefnd hennar. Af æfisögum, sem út hafa komið á liðnu ári, er sjálfsæfisaga Snæ- bjarnar í Hergilsey merkust (útg. Þorst. M. Jónsson). Er það fjörlega rituð bók og látlaus lýsing á lífi atorkusams alþýðumanns, en innan um fjöldi af allskonar smásögum, einkum dulræns eðlis, Sem auka á gildi frásagnarinnar og gera hana skemtilegri en ella hefði orðið. Vel má segja, að höf. komi óþarflega víða við, og í rauninni er frásögn hans sumstaðar eins mikið æfilýsing ýmsra manna við Breiðafjörð, sem höf. hefur mætt á Iífsleiðinni, eins og saga hans sjálfs. Höf. er draumamaður mikill og á í því sammerkt við ýmsa merkismenn úr fornsögunum, að hann fær oft vitranir í draumi. Draumarnir eru sterkur þáltur í öllu lífi hans, og hann sér þá rætast flesta. Þessi draumgáfa og trú á hana á sennilega miklu slerkari rætur í eðli fjölda manna en aiment verður ljóst, með því að tilhneiging til að Ieyna öllu slíku er rík hjá fólki. í sveitum íslands hefur til skamms tíma verið fólk, sem lifði nálega í óslitnu draumasambandi. í bæjum kveður mikið minna að þessu, en þó gerir draumatrúin allsstaðar vart við sig, og bendir hin mikla útbreiðsla hennar til þess ásamt fleiru, að óþektur veruleiki sé að baki. Saga Snæbjarnar í Hergilsey sýnir mann, sem er gæddur sterkri forlagatrú, trú á hand- leiðslu og veruleik ósýnilegra vitsmunaafla í tilverunni. Það er sama trúin, sem hefur jafnan verið svo sterkur þáttur í eðli Islendinga, alt frá dögum Þorsteins á Borg og fram á vora daga. Og þessa trú eru sálvís- indi samlíðarinnar smámsaman að gera að vissu. Einhver prýðilegasta bók Iiðna ársins er Vestuv-Skaftafellssýsla og íbúav hennav, sem séra Björn O. Björnsson, prestur að Ásum í Skaftár- tungu, hefur búið undir prentun og gefið út. Eins og segir á titilblaði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.