Eimreiðin - 01.01.1931, Qupperneq 128
108
RITSJÁ
eimreiðin
Það er talið, að í Bretlandi hafi komið út árið sem leið 15494 baekur
eða sem svarar einni bók á hverja 3000 íbúa Bretlandseyja. En enskur
bókamarkaður er ekki bundinn við Bretlandseyjar einar. Mikið af bók-
um heimalandsins fer tii nýlendnanna, sem eru samtals margfalt fólks-
fleiri en heimalandið. Auk þess er nokkur markaður fyrir enskar bækur
viðast hvar um heim, þar sem ensk tunga er lesin og skilin. Islenzkar
bækur, sem út komu árið sem leið, munu hafa verið rúmlega 70 eða
sem svarar einni bók á hverja 1500 íbúa. Bókaútgáfa hér á landi árið
sem leið hefur því samkvæmt þessu verið hlutfallslega helmingi meiri en
í Bretlandi. En sé miðað við það eitt íslenzkra bóka, sem hin föstu for-
!ög gefa út, þá er hlutfallið svipað hér og í Bretlandi. Því helmingurinn
af öllum íslenzkum bókum ársins 1930 er gefinn út af einstaklingum,
sem ekki eru í félagi forleggjara. Ymist eru það höfundar bókanna sjálfir
eða menn úr ýmsum stéttum óskyldum forleggjarastéttinni, sem gefa út.
Þetta fyrirkomulag er ekki nærri eins algengt erlendis. Þar eru það for-
lögin sjálf, sem gefa það út, sem út kemur á annað borð. Fjórði hlutinn
af öllum bókum, sem út kom á Bretlandi 1930 var skáldskapur í óbundnu
máli. Hér er hlutfallið svipað, og þó meira gefið hér út hlutfallslega i
þessari grein. Af 72 bókum ársins 1930 eru 22 bækur skáldskapur í
óbundnu máli, þýddur og frumsaminn. Eg hef flokkað lauslega 72 bækur
ársins 1930 þannig:
Bækur í sambandi við alþingishátíðina............ 6
Bækur um búnaðarmál.............................. 1
Fræði- og kenslubækur............................ 8
Kvæðabækur...................................... 12
Lagsmíðar........................................ 3
Leikrit.......................................... 2
Listir........................................... 1
Ritgerðasöfn (Essays)............................ 5
Sögur og æfinfýri (þýtt og frumsamið).......... 22
Æfisögur, ferðasögur og þjóðmenningarsaga .... 12
72
í engri grein bóka, að skáldsögum einum undanteknum, jókst útgáfu-
talan árið 1930 í Bretlandi eins og í bókuin um tækni (tecnology). Hér
á landi kom engin bók út í þeirri grein á liðna árinu, og yfirleitt mun-
um vér flestra þjóða eftirbátar í tekniskum fræðum, enda alt of lítil á-
herzla lögð enn sem komið er á að kenna þau í skólum landsins.
Að lokum skal þess getið, að vel kunna einhverjar bækur liðna árs-
ins að hafa fallið úr í þessu yfirliti, en það er þá vegna þess, að Eim-
reiðinni hafa ekki verið sendar þær, og telur hún því sökina útgefand-
anna en ekki sína. Sv. S.
STYRBJORN THE STRONO by E. R.Eddison. Jonathan Cape.London.
Svo segja fróðir menn, að enginn muni áður hafa orðið til þess að