Eimreiðin - 01.01.1944, Síða 31
RIMREIÐIN
ÍSLAND 1943
11
rJtfluttar síldarafurðir voru sem liér segir:
Ár 1943
Ar 1942
Saltsíld .. 31 632 tn. 4,8 millj. kr. 47 249 tn. 5,6 millj .kr.
Freðsíld ... . 0,015 — — 13,5 tonn 0,01 — —
Síldarolía ... .. 29 961 — 27,15 — — 26 526 — 21 — —
Síldarmjöl .. .. 12 630 — 6,1 _ _ 14 985 — 7,2
Aðrar útfluttar sjávarafurðir voru söltuð lirogn fyrir tæpl.
650.000 kr. Lax og silungur var fluttur út fyrir tæpl. 80.000 kr.,
og var það 26faldur úflutningur á við næsta ár á undan.
AFKOMA RlKISSJÓÐS. Samkvæmt vfirliti því um afkomu
i'ikissjóðs árið 1943, sem Björn Ólafsson fjármálaráðherra gaf
á Alþingi 3. marz þ. á. varð tekjuafgangur á árinu nál. 16,5
millj. kr. Bæði tekjur og gjöld fóru langt fram úr áætlun: Tekj-
nrnar um nál. 44 millj. (áætl. 109,5 millj. kr.) og gjöldin um
nál. 32 millj. (áætl. 93,1 millj. kr.). Gífurleg eru orðin útgjöld
n’kisins samkv. sérstökum lögum, alveg utan við sjálf fjárlögin.
A síðasta ári námu útgjöld þessi nál. 20 millj. kr. Virðist þing-
ið ganga óforsvaranlega langt í því stundum að binda þjóðinni
h’tt bærar byrðar með útgjöldum utan fjárlaga, og er þörf á að
snúið sé við á þessari braut. Skuldir ríkissjóðs 31. desember
1943 eru taldar 63,7 millj. króna, af þessari uppbæð er þó talið,
að belmingur sé borinn uppi af öðrurn en ríkinu. Eignir á móti
Gkisskuldunum eru taldar nokkrar, svo sem sjóðir samtals um
24,4 millj. kr.
Varið var á árinu um 10,5 millj. kr. úr ríkissjóði til þess að
balda verðbólgunni í skefjum, á þann liátt að greiða framleiðend-
Urri kjöts, mjólkur og smjörs verðuppbætur á þessa framleiðslu
a innlendum markaði. En um 16,8 millj. kr. eru verðbætur greidd-
ar á árinu á útfluttar landbúnaðarvörur af framleiðslu ársins
1942. Hafa þannig á einu ári verið greiddar úr ríkissjóði 27,3
millj. kr. í uppbætur á landbúnaðarafurðir til þess að balda dýr-
tíðinni óbreyttri. Vísitala framfærslukostnaðar var sein sé sú
8ama í janúar 1944 sem í janúar 1943 eða 263 stig.
Gengi erlendrar myntar hélzt óbreytt á árinu (f 1 = kr. 26,22
og $100 = 650,50).