Eimreiðin - 01.01.1944, Page 42
22
FÖSTUHUGLEIÐINGAR
EIMREIÐIN
tíðagerðinni allnr sá fagnaðarblær, sem var einkenni jólanna og
tímabilsins eftir þrettánda; binir alvarlegustu forboðar taka að
gera sín vart í guðsþjónustunni. Orgelið er þagnað, hallelúja
beyrist ekki lengur, dýrðarsöngurinn, Gloria in excelsis, er liorf-
inn úr messunni. Hið fagnaðarríka messuuppbaf eftirjólanna:
adorate dominum onmes angeli ejus, tilbiðjið drottin allir englar
lians, er nú allt í einu óralangt undan.
Helgisiðalitur þessara þriggja sunnudaga á messuklæðum og.
altaris er hinn fjólublái litur yfirbótarinnar. Messan liefst fyrsta
sunnudag í níuviknaföstu með bugleiðingum um þrengingar
mannlífsins: circumdederunt me gemitus mortis, dolores inferni
circumdederunt me, — það umkringdu mig kveinstafir dauðans,
kvalir lielvítis umkringdu mig.
Sjálf fastan liefst sem sagt á öskudag. Á undan messu er vígð
askan, sem liinir trúuðu eru ausnir í upphafi þessa yfirbólar-
tímabils til inerkis um lítillækkunina. Meðan askan er vígð eru
tónaðar fjórar eklfornar bænir með mjög átakanlegu orðalagi,
sem tjáir hið knosaða hjarta: nos cinerem esse, et ob pravitatis
nostrae demeritum in pulverem reversuros cognoscismus, vér vit-
um oss ösku, verðir sakir spillingar vorrar að vera aftur gerðir
dufti líkir. Samankropnir láta menn síðan rnaka kross é enni sér
upp úr öskunni, minnugir dauðans og þess liindurvitnis, að verð-
mæti líkast ösku, sem þetta jarðlíf er. Með þessari vígslu til
föstunnar er maðurinn síðan genginn út í þá eyðimörku yfirból-
ar, hryggðar og auðmýktar, þar sem hugarþróunin er, eins og í
Passíusálmunum, nákvæm upprifjun og innileg andlæg eftirlík-
ing herrans pínu. Öllum kristnum mönnum, en meinlætamönnum
sérstaklega, eru fyrirskipaðar ákveðnar lífernisreglur á þessu
tímabili, bæði andlegar æfingar, bindindi og kárínur, auk na-
kvæmra forskrifta um neyzlu í sambandi við fösturnar. Aukaleg-
ar kárínur fá munkar nú á tíinmn ekki að leggja á sig í mein-
lætaskyni á föstunni né endranær, nema með sérstöku leyfi ábót-
ans. Á einstökum munkum, sem ég þekkti, mátti þó glöggt sjá,
að þeir lögðu mjög að sér um föstuna, bæði vökur og sult, en
allt slíkt er gert í leyni og ekki borið mál á. Flagellatio, sjálfs-
liýðingin, er bönnuð nú á dögum sem og aðrar ruddalegar mið-
aldaaðferðir meinlæta; en munk þekkti ég franskan, sem aldrei
skrúfaði frá miðstöðvarofninum inni hjá sér um föstuna; eg