Eimreiðin - 01.01.1944, Blaðsíða 61
EIMREIDIN IIVERS á [THOMASJ hardy að gjalda?
41
hvaða máli maðurinn orti), sem braskaði í að fá eittlivað af
hnoði sínu „yfirsett“ á (að því er mig minnir) frönsku. En verkið
var unnið fyrir gýg. Innantómur óskapnaðurinn var innantómur,
þó að hann væri fluttur yfir á annan vettvang. „Þótt liafin sé
dyrgjan á drottningarstól, ber dáminn af kotinu allt“. Sá piltur
hefði mátt læra af Pétri.
Hinn gáfaði rithöfundur, Jochum Eggertsson, hefur skrifað
af fágætri list um „stofuskáld“ eitt, sem vitaskuld liafði sjálft
trú á sér, en var í rauninni ekki annað en botnlaust tóm. Þessa
skarplegu höfundarlýsingu geta menn lesið í ársriti hans, Jóla-
gjöfinni, 5. árg. (1941). En að liugsa sér þetta ásigkomulag: la
sentimpnt d’étro lout, ot Vévidohce d’étre rion. Er það' ekki
öinurlegt?
Enn er eftir að skýra eitt fyrir lesendum. Þeiin mun að vonum
virðast Grímur Thomsen koina ófyrirsynju inn í „krítík“ Tóm-
asar. Þetta ætla ég þó, að horfi dálítið öðruvísi við, þegar málið
er skoðað niður í kjölinn. Árið 1934 gaf ég út Ijóðmæli Gríms.
Þá hafði fyrir nokkru komið út kver það eftir T. G., er ýmsir
nefndu „Tumsu“, en lieitir réttu nafni Fagra veröld, þ. e. a. s.
höfundurinn gaf því það nafn.1) Kom nú T. G. einn góðan
veðurdag að máli við mig í bókaverzlun minni og hafði þá
svip, látbragð og málfæri þess manns, sem er í þann veginn að
gera góðverk — og veit af því. Býður hann, að af mildi sinni
skuli hann láta mig fá eintak af sinni „Fögru veröld“ í skiftum
fyrir eintak af ljóðum Gríms Thomsens. Mér fannst satt að segja
Grími gerð háðung með tilboðinu, og með því líka að mér þótti
hans veröld þúsund sinnum fegurri en veröld Tómasar, er aldrei
hafði lieillað mig, hafnaði ég liinu rausnarlega boði. Fyrir því
ætla ég, að T. G. vanti Grím á bókaliillu sína, en í sakleysi sínu
hygg ég, að liann liafi talið sig móðgaðan með neitun minni.
J) Kringum þessa lítt íiierku l>ók var ]>yrlað upp slíku auglýsingamold-
v’iðri, að sljóskyggnir inenn grilltu ekki sólina. Þó varð þetta ekki þeim að
Doni, er skyggnari voru. En þarna mun liafa verið tilefni þessarar alkunnu
húsgangsvísu, eftir ókunnan höfund:
Enginn Idekkir alla þjóð
auglýsingaskrumi.
Þetta ertt léleg ljóð,
látt’ þau í eldinn, Tunti.