Eimreiðin - 01.01.1944, Page 88
ÖRLÖG OG ENDURGJALl)
KlMltEl»XN
68
önnur, jafnt í efnisheiminum
sem í lieimi hugsæis og andleg-
leika og hvort sein um er að
ræða dýraríkið, jurtaríkið,
steinaríkið eða ríki ljósvakans.
Af þessum sannindum má
leiða ótal ályktanir. En í þess-
um kapítula ætla ég að lialda
mig við eitt atriði aðeins: Aust-
rænu kenninguna, sem kunn
er undir nafninu Karma eða
Karmalögmálið.
Vér liöfum áður gengið úr
skugga um, að til eru menn,
sem skara langt fram úr al-
menningi, bæði að líkamlegri,
vitsmunalegri og andlegri full-
komnun. Þessar dásamlega
þroskuðu vitsmunaverur mann-
kynsins nefnast ýmist fræðar-
ar, yógar eða meistarar.
Vegna tilvistar slíkra verða
venjulegir menn þess varir, að
þeir eru tengdir æðri tilveru
með liærri sveifluhraða en
þeirri, sem þeir lifa í — tengd-
ir konungsríki æðri máttar og
dýrðar, hærri tilverusviðum.
Svo eru aðrir, sem ekki liafa
náð meðalþroska, og enn aðrir,
sem af ráðnum hug kjósa að
leita svölunar í liinum grófu
sveiflum efnisins, gefa sig ást-
ríðum, svo sem græðgi, losta,
öfund og hatri, á vald. Ann-
arsvegar er fullkominn kærleik-
ur, fylling allra góðra eiginda,
hinsvegar niðurbrjótandi liatur
og girnd. Venjulegir menn
eiga heima mitt á milli þess-
ara tveggja þróunarskauta góðs
og ills. Allt, sem ég hef ritað
og rætt um þessi efni og um
eigin reynslu, er fram sett í
því augnainiði að sýna lesend-
um mínum og sanna, að þeir
eigi aðeins um tvennt að velja
í lífinu og það samstundis:
annað hvort sækja á brattann
upp mót ljósinu eða niður í
myrkrið. Lífið er óslitin hreyf-
ing, og mönnunum er ekki
unnt að standa í stað. Hver
hreyfing, hugsun og atliöfn or-
sakar sveiflur í sjálfum oss og
allieiminum, sem vér erum í
órofa sambandi við. Slík eru
lögmál Karma. Hver sveifla á-
kveður síðan óumflýjanlega
liugsun og atliöfn næstu stund-
ar, og eftir þeim lögmáluni
starfar lífsrásin daga, ár og
aldir um alla eilífð. Skáldið
Maeterlinck segir: „Þegar ógæf-
an lýstur þig allt í einu, eins
og á þér skelli ósýnilegur felli-
bylur, þá er það af því, að
áður hafa liin ósýnilegu öfl or-
sakasamhengisins árum saman
verið að draga saman í einn
brennipunkt þau óteljandi at-
vik, sem þú átt að lenda í ná-
kvæmlega á þeirri stundu, sem
sorgin sækir þig lieim.“ Og a
öðruin stað kemst hann þann-
ig að orði, að naumast sé bölið