Eimreiðin - 01.01.1944, Side 90
70
ÖRLÖG OG ENDURGJALD
EIMREIÐTN
væri lieilagt land, sagðist
leggja stnnd á lieimspeki og
náttúrnfræði, hafa verið í rann-
sóknarför með málfræðingi,
sem lagði stund á sanskrít, og
að dvöl lians í Indlandi væri
að mestu leyti lirein og bein
tilviljun.
„Þú talar eins og sannur
sutukaran“ (Vesturlandamað-
ur), sagði Coomra Sami, um
leið og hann benti gestinum
að ganga með sér að tré einu,
en undir trénu var óheflaður
bekkur, og J>ar tóku háðir sér
sæti. „Hjá ykkur er allt til-
viljun. Þið komið í heiminn af
tilviljun, og þið eruð svo
skammsýnir að halda, að sam-
eining foreldra ykkar hafi orð-
ið af tómri tilviljun. Allt ykk-
ar líf er ein óslitin tilviljana-
keðja, og Jiegar loks sálin skil-
ur við skrokkinn, Jiá teljið þið
undir flestum krigumstæðum
dauðann vera tilviljun.“
„Yður skjátlast í þessu síð-
asta atriði,“ svaraði gesturinn,
snortinn af þeirri alvöru og
tign, sem einkenndi alla fram-
komu Coomra Sami. Við telj-
um þann dauða einan tilviljun
eða slys, sem ber óvænt og
snögglega að liöndum, t.d. þeg-
ar maður drukknar, verður fyr-
ir voðaskoti eða er lostinn eld-
ingu, enda eru slíkir dauð-
dagar undantekningar.“
„Ég hef lifað meðal fólks
Jhns,“ sagði meistarinn og virt-
ist Iiugsi, „og ég hef veitt því
eftirtekt, að jafnvel við venju-
legan dauðdaga af veikindum
á sóttarsæng hefur Jiað sagt
sem svo: „Bara að liann hefði
ekki kvefazt“ eða „bara að
haini liefði ekki smitazt,“ alveg
eins og [>aö liéldi, að maður-
inn réði yfir örlögum sínuni
og gæti breytt gagnstætt á-
kvörðun }>eirra.“
Samkvæmt austurlenzkum
hugsunarhætti er ákvörðun ör-
laganna livorki meira né minna
en verkun Karmalögmálsins í
lífi mannsins. En Karma sýnir
J>á einnig, að maðurinn getur
bæði verið herra og þræll ör-
laga sinna, af því þau eiga
upptök sín í sér sjálfuni.
Karma er sífellt starfandi, og
lífið er óslitin röð tækifæra,
sem liægt er að nota, en h'ka
liægt að láta sleppa ónotuð.
Sérliver athöfn í efninu verk-
ar gegn um taugakerfið á sál
vora og skilur þar eftir merki,
og sérhver sálræn athöfn lætur
eftir merki sitt á h'kama vor-
um.
(Framh.)