Eimreiðin - 01.07.1955, Blaðsíða 42
186
VETRARFERÐ UM SUÐURLANDSSANDA eimreisiN
Víkur nú sögunni aftur að Kálfafellsstað, þar sem ég skildi við
mitt skemmtilega samferðafólk og yfirgaf bílinn. Á KálfafellS'
stað var farskólinn, og dvaldi ég þar hinn næsta dag. Var þá hafiR
þar smíði heimavistarbarnaskóla, sem nú er fyrir nokkrum árum
fullgerður. Um kvöldið kom sr. Eiríkur í Bjarnanesi að KálfafellS'
stað, og vorum við áður sammældir yfir Breiðamerkursand, því
hann var á leið vestur í Öræfi, þar sem hann ætlaði að messa.
Um nóttina snjóaði ákaft, og urðu allar leiðir ófærar bifreiðurn-
Þetta breytti allri okkar áætlun, og náðum við ekki til Öræfa fyrr
en helgin var liðin hjá. Það fer betur á því að gera rúmhelga daga
að helgidögum en vanhelga helgidaga. Var það ráð tekið í þetta
sinn, og kem ég að því síðar.
Árdegis sunnudaginn 3. dezember lögðum við á Breiðamerkur'
sand. Fylgdarmaður okkar var Þorsteinn hreppstjóri á ReynivöH'
um, og ætlaði hann að fylgja okkur að Jökulsá, en þangað skyW1
koma á móti okkur Ari, sonur Bjöms á Kvískerjum. Þeir Þorsteim1
á Reynivöllum og Björn á Kvískerjum höfðu þá um áratugi verið
vel þekktir fylgdarmenn yfir Breiðamerkursand. Voru synir Björu®
farnir að leysa hann öðru hverju af hólmi þessi ár. Piltur fra
Breiðabólsstað í Suðursveit slóst í för með okkur, og var Þa®
ætlun þeirra að sækja kindur, er gengið höfðu á sandinum mi'á1
ánna Stemmu og Jökulsár.
Við riðum dálítið greitt, því að snjór var lítið til tafar, og koU1'
um við að Jökulsá um hádegi. En Jökulsá á Breiðamerkursand1
er ákaflega stutt, eins og sjá má á kortinu. Áður fyrr var áin stund'
um reið á hestum, en um mörg ár hefur hún aðeins verið farin a
ferju. Áin liggur í tveimur kvíslum, og er hár og mikill malar'
kambur milli kvíslanna. Áin fellur þó í einu lagi undan jöklinum
og myndar þar mikið flóð eða lón, áður en hún skiptist í tva?1
straumþungar kvíslar. Stöðugt sígur jökullinn fram, og falla Þa
jakar niður og eyðast smátt og smátt í lóninu.
Áður var farið á jökli, þegar Jökulsá var ófær. Var ferðin yfir
jökulinn erfið og hættuleg. Er þetta aldrei farið hin síðari ár.
Stundum er farið yfir Jökulsá á undirvarpi, sem svo er kalla®-
Er þá gengið á jökunum, sem fallið hafa úr jöklinum, en ekki er
þetta heiglum hent, og þykir sú leið viðsjál og hættuleg.
Er við komum að Jökulsá, var eystri kvíslin næstum þurr, en
hin ófær á hesti eftir venju. Ari frá Kvískerjum var ekki kominn
að ánni, því að snjór var mikill á sandinum þeim megin og afaf
seinfært. Báturinn var all-langt niður með ánni að vestan, og sýnl'
legt var, að tafsamt yrði að ná í hann, þegar Ari kæmi að vestan-