Eimreiðin - 01.07.1955, Blaðsíða 90
234
HIMNESK ÁST
eimbeiðin
mig að gera en lofa henni að lemja sjóinn með flatri árinni)
með himneskum roða um vanga og háls af áreynslunni. Og svo
stoltið í augunum, þegar hún datt ofan á rétt áralag. Hún vai
sæl í sínu sjálfsannríki, og ég var nauðbeygður til þess líka. Þa'ð
er harmleikur lífsins, Þóroddur.
Fyrstu tilraunina gerði ég rétt fyrir leitir. Ég man það alltaf
á því, að ég var kominn ofan úr sveit frá því að borða rúsínu-
graut og lambakjöt. Það hafði verið slátrað í slægjurnar. Það
eru sannarleg guðs lömb. Ég hef aldrei verið léttari í lund en þa-
Að fá að kroppa hryggjarliðina með silkimjúku lambakjöti, holu
fyrir holu, og sötra svo kjötsúpu með kjöttægjum og rófnastýi-'
um eins og þetta matbýr sig allt saman sjálft í pottinum. Nöj
sú tíð er gengin og gleymd. Vatnið í munninum við tilhugsun-
ina er eitt eftir. Ég hefði ekki verið kátari við kampavín, enda
hlaut það þá að ske, þar sem ég var svo heppinn að mæta henm
einmitt um ljósaskiptin, er ég var að koma heim. Og þarna
sprangaði ég um með spóaleggi í þröngum stígvélum og reið-
buxum og hún við hlið mér, þrýstin og frjósamleg eins og nýut-
sprungin rós. Þessi afkárabúningur hefur líklega verkað eitthvað
annarlega á hana og hrist hana upp úr hinu venjulega yndis-
fulla sljóleikaástandi, svo að hún beindi talinu inn á persónu-
legri brautir.
„Hvað verður þú annars hér lengi?“ Mér fannst eftirvæntmg
í rómnum.
„Ég veit það ekki enn þá,“ sagði ég, „það er alveg óákveðið,
að minnsta kosti fram eftir hausti eða vetri,“ sagði ég. Ég dr°
hana á þessu, skilurðu, vita hvað eftirvæntingin væri sterk.
„Og hvert ferðu þá?“ spurði hún. Ég hló með sjálfum mer-
Þetta var einmitt leiðin. Lambakjötið og súpan svifu næstum
þvi á mig.
„Ja, fyrst fer ég heim, býst ég við, en svo kem ég fljótlega
aftur, því að það er mikið eftir að gera hér enn þá,“ sagði ég.
Sjáðu til, þetta að fara, kveðja og skilja, það gerir alla svo
blessunarlega meyra og angurblíða, þótt menn séu aðeins sð
skila kaupakonu úr sumarvinnu, ég tala nú ekki um, ef meim
selja snemmbæru eða afsláttarhross. Það er eins og mönnum
finnist þeir á þeim stundum komast í nálægð við eilífðina. Eu
hún. Nei. Hún varð aðeins þögulli, stilltari, drottningarlegri.