Eimreiðin - 01.07.1955, Blaðsíða 56
200
ÁSTIN ER HÉGÓMI
EIMREIÐ,r<
auga þetta sumar. Ég varð ergilegur yfir að vera truflaður nutt
í þessum hugleiðingum um bú og jörð og væntanleg stórvirki-
Ég hristi hana af mér, án þess að virða hana þess að líta uiu
öxl og sagði kuldalega:
„Láttu mig í friði. Ástin er hégómi“. Að baki mér heyrðist
lágt þrusk. Fótatak smáfjarlægðist. Ég fór aftur að hugsa u®
búið og jörðina og bæinn, sem var að falli kominn. NiðurstaðaU
varð sú, að hér þyrfti margt að gera. Sumt yrði ærið kostnaðar-
samt, eins og að byggja nýjan bæ, ræsa fram mýrarnar og
slétta þýfið.
Þegar inn kom, voru allir háttaðir. Mér datt Lína í hug. Ég
hafði snúið hana laglega af mér, stelpufíflið, er komið hafði tit
mín i freistarans líki.
Um nóttina dreymdi mig, að ég væri orðinn bóndi á Graeua-
vatni — mektar bóndi.
Morguninn eftir kom húsbóndinn til mín í slægjuna. HanU
var þungbúinn á svip.
„Eg ræð ekkert við telpuna“, sagði hann og stundi þungan.
„Ha“ — hváði ég og lét orfið falla.
„Svei mér ef ég botna nokkuð í þessu kvenfólki“, sagði hann
svo. „Það stóð þó ekki á jáyrði hennar. En nú vill hún þig ekki •
Ég varð alveg eins og lamaður við þessa fregn. Ekki af því ai')
ég sæi eftir Margréti. En mér varð ljóst hverju var að tapa-
Jörðin, þessi dásamlega jörð, mundi ganga mér úr greipum. Hm11
fagri draumur verða að engu.
„Hverju ber hún við?“ stamaði ég. „Hún fullyrðir, að þ11
elskir hana ekki. En í guðanna bænum, taktu þetta ekki sv-ona
nærri þér. Þú ert eins og liðið lík“, sagði gamli maðurinn °8
þreif um leið í handlegg mér, til þess að verja mig falli. „Ef
vill tekst þér að koma vitinu fyrir hana. En ég ráðlegg þér
draga það ekki lengi“.
Hræðilegur grunur greip mig. Ég flýtti mér heim. Ganih
maðurinn kom í humátt á eftir mér. Ég gekk beint inn gangi°
og mætti Margréti í stofudyrunum. Hún leit undan og ætlaði að
ganga framhjá mér, en ég tók undir handlegg hennar og ^l0
hana inn í stofuna og lokaði hurðinni.
„Hvað viltu mér?“ spurði hún kuldalega.
„Ég þarf að tala við þig“, sagði ég.