Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1955, Side 74

Eimreiðin - 01.07.1955, Side 74
218 1 GÆR ... eimre®iN veður með þungum sortaéljum. Bátarnir voru á sjó og náðu landi við illan leik. Pabbi kom síðastur. Við biðum hans lengi í f jörunni og störðum í sortann. Illviðris- skýin þeystu um loftið, lamin áfram af storminum, svo sló þeiö1 uppstyttulaust niður í flæðarmálið, voru eins og óvíg hervirki; sem ekkert mannlegt fengi rönd við reist. Sjóimir brotnuðu með svarrandi gný á snarbröttum malarkambinum, löðurtungumar dundu á þeim húsunum, sem fremst stóðu, og særokið dreif yfir Eyrina. Loksins kom pabbi. Bátinn braut í lendingunni, en mannbjörg varð. Þá höfðu allir náð landi heilir á húfi — nema pabbi. Hann lá rúmfastur langt á annan mánuð með sáraumbúðir fyrir augunum. Hanu hafði setið undir stýri frá því veðrið spilltist og þar til bátinu braut í lendingunni. Fólkið sagði, að sjávarseltan hefði rsent hann sjóninni. Pabbi var liðlega miðaldra, þegar hann missti sjónina, hraust- ur og starfsglaður, bæði heima og á sjónum, en unni sjónum um fram landjörðina. Strax og hann gat fylgt fötum eftir áfall' ið, fór hann að sinna um skepnurnar sínar, af þeirri natni, sem honum var lagin. Fyrst leiddi ég hann við hönd mér eins og barn, en brátt gekk hann óstuddur, var ákveðinn í hreyfingum og hressilegur í máli eins og alltaf. Lengi var mér um megn að horfa á andlit hans, á slokknuð augun, en þráði birtuna og ylinn, sem frá þeim hafði lagt um hug minn síðan ég mundi fyrst eftir mér. Halldór bróðir reri á fjarðarbát þetta haust. Mamma varð þVJ að taka á sínar herðar alla forsjá heimilisins. Við systurnai gerðum það sem við máttum til að létta henni baráttuna, eink' um Guðrún. Hún sýndi af sér einstaka geðprýði. Ég hef aldrei verið mykrfælin, en þennan vetur treysti ég mel ekki til að vera ein í myrkri svo neinu næmi. Annars varð bjartara í kringum mig en ég þorði nokkru sinni að vona, líkt og að liðnum síðustu jólum. Það var kannske mest að þakka honum Þórði í Hvammi. Við erum jafnaldra. Hann átti heima fyrir handan fjörð, en var til húsa á Dageyri meðan skóliuu stóð yfir. Þennan vetur bundumst við Þórður einlægum viu-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.