Eimreiðin - 01.07.1955, Síða 54
198
ÁSTIN ER HÉGÓMI
EIMREB>Itf
„Firrur“, hreytti gamli maðurinn út úr sér. „Þér gerið alH
of mikið úr ráðsmennsku guðs. Nei, guð lætur sig engu varða,
hvort eitt gamalmenni fer árinu fyr eða síðar. Ef ég dey núna,
er það minni eigin glópsku að kenna. Ég hef hagað mér óskyn-
samlega, því ligg ég hér — ligg meðan hjú mín svíkjast um
og fara á bak við mig“.
Prestur skotraði augunum til sjúklingsins. Honum var ekki
ljóst hvort hann væri með réttu ráði.
„Fari það allt fjandans til“, hrópaði gamli maðurinn allt i
einu. Þungar brýnnar hnykluðust, og drættirnir umliverfís
munninn urðu hörkulegir.
Prestur hrökk við og leit ásakandi á gamla manninn. Skap-
gerð hans hafði ekki breytzt til batnaðar á þessum árum. Sjúk-
dómurinn hafði ekki mildað skap hans né gert hann auðmjúkan-
Þeir þögðu báðir. Gamli maðurinn horfði sljóum augum fram
fyrir sig. Prestur tók að ókyrrast.
„Þér gerðuð boð eftir mér“, sagði hann loks.
Augu gamla mannsins urðu allt í einu bitur. „Ekki til a^
fríðmælast við yður. Ég er enn þeirrar skoðunar að þér séuð
ekki samboðinn Katrínu minni. Hún er dugleg og forsjál, skap'
mikil og fylgin sér og búkona í bezta lagi“.
„Allt þetta veit ég“, svaraði prestur og brosti, þótt honum
væri þungt innanbrjósts. Það blés ekki byrlega.
„Þér sóttust eftir Katrínu, af því að hún er loðin um lófana •
„Nei, nú skjátlast yður“. Rödd prestsins titraði af niður-
bældrí gremju.
„Þér vitað, að hún á að erfa Grænavatn, erfa allt, sem ég á •
„Þetta er svívirðileg aðdróttun“, hrópaði prestur og stökk
upp úr sætinu.
„Þér eruð bara maður, prestur minn, og sízt ætti ég að la
yður, sízt ég“.
Prestur hneppti jakkanum að sér. „Hér hef ég ekkert a^
gera“, sagði hann í önugum tón. Hann var reiður, en stillti sig
þó. Ekki var viðeigandi að rífast við deyjandi mann.
„Hægan prestur. Ég hef ekki enn lokið máli mínu“, sagði
gamli maðurínn og teygði um leið fram sinabera hönd og benti
presti að setjast aftur í stólinn.
Prestur hlýddi. Þótt þetta væri eini maðurinn, sem honimi