Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1955, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.07.1955, Blaðsíða 38
182 VETRARFERÐ UM SUÐURLANDSSANDA eimrEIBIN í Stöð var nú tvíbýli, og gisti ég hjá Sigurbirni, syni sr. Gutt- orms, er þar bjó þá. — Að morgni lagði ég upp tímanlega, og fylgdi mér sambýlismaður Sigurbjarnar, er Páll heitir Jóhannes- son, og vorum við báðir ríðandi. — Leiðin til Breiðdalsvíkur er ógreið, um grýttar heiðar og snarbrattar skriður. — Eru skriður þessar oft alófærar hestum, ef svellbólstrar myndast þar í. frost- um eða aurskriður falla í miklum leysingum. Hvorugt hefur átt sér stað í þetta sinn, og lausagrjótið, sem sýnist hanga uppi í snar- bröttum skriðunum, hikar við að falla meðan við sleppum frarn hjá. Frá Breiðdalsvík liggur leiðin yfir Breiðdal um Berufjarðar- strönd að Berunesi, sem er austan megin Berufjarðar beint á móti kauptúninu að Djúpavogi. — Þetta kauptún var fyrr á öldum eim verzlunarstaðurinn á suðausturlandi. — Var löng kaupstaðarleið þangað, alla leið vestan úr Öræfum og jafnvel vestan yfir Skeið- arársand. — Á Búlandsnesi, örskammt frá Djúpavogi, bjó Ólafur læknir Thorlacius og samtímis honum var sr. Jón Finnsson, faðir þeirra bræðra, Eysteins ráðherra og sr. Jakobs, sóknarprestur a Djúpavogi. „ ... Og hafa þeir kurteist lið mjög Vestfirðingamir", sagði Helgi Harðbeinsson. — Slík lýsing, í beztu merkingu, á við þessa embættismenn, er voru samtímis í þessu afskekkta héraði. Á litlu býli, skammt frá Djúpavogi, er upprunninn Ríkharður Jónsson myndskeri og þeir bræður. — Byrjaði Ríkharður þar sína listamannsbraut og gerði margar myndir fagrar úr tálgusteinP með vasahníf sínum. Frá Djúpavogi liggur leiðin um strjálbýla sæbratta strönd 1 kringum Hamarsfjörð. — Þetta er þó sennilega bílfær vegur. " Þorfinnur bóndi á Geithellum á lítinn vörubíl. Hann vill reyna að sækja mig á bifreiðinni. — Það munaði mig miklu, því að leiðin frá Djúpavogi að Geithellum er um 30 km. — í Álftafirði út við Lónsheiði er bærinn Þvottá. Þar bjó Síðu-Hallur. Er saga hans einstæð í íslenzkum fomsögum. Milli Lóns og Álftafjarðar er fjallgarður, hár og illfær yfir' ferðar. — Eina leiðin yfir f jallgarðinn er Lónsheiði. Er sú leið oft illfær á vetrum vegna snjóþyngsla. I þetta sinn reynist Lónsheiði vel fær hestum. Við Þorfinnur bóndi leggjum á heiðina að morgni dags hinn 19. nóvember. Var þá veður bjart en nokkuð kalt. — Ég hafði beðið Hannes bónda í Svínhólum að koma á móti okkur upp á háheiðina, og þar ætlaði ég svo að skipta um fylgdarmann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.