Eimreiðin - 01.07.1955, Qupperneq 38
182 VETRARFERÐ UM SUÐURLANDSSANDA eimrEIBIN
í Stöð var nú tvíbýli, og gisti ég hjá Sigurbirni, syni sr. Gutt-
orms, er þar bjó þá. — Að morgni lagði ég upp tímanlega, og
fylgdi mér sambýlismaður Sigurbjarnar, er Páll heitir Jóhannes-
son, og vorum við báðir ríðandi. — Leiðin til Breiðdalsvíkur er
ógreið, um grýttar heiðar og snarbrattar skriður. — Eru skriður
þessar oft alófærar hestum, ef svellbólstrar myndast þar í. frost-
um eða aurskriður falla í miklum leysingum. Hvorugt hefur átt
sér stað í þetta sinn, og lausagrjótið, sem sýnist hanga uppi í snar-
bröttum skriðunum, hikar við að falla meðan við sleppum frarn
hjá.
Frá Breiðdalsvík liggur leiðin yfir Breiðdal um Berufjarðar-
strönd að Berunesi, sem er austan megin Berufjarðar beint á móti
kauptúninu að Djúpavogi. — Þetta kauptún var fyrr á öldum eim
verzlunarstaðurinn á suðausturlandi. — Var löng kaupstaðarleið
þangað, alla leið vestan úr Öræfum og jafnvel vestan yfir Skeið-
arársand. — Á Búlandsnesi, örskammt frá Djúpavogi, bjó Ólafur
læknir Thorlacius og samtímis honum var sr. Jón Finnsson, faðir
þeirra bræðra, Eysteins ráðherra og sr. Jakobs, sóknarprestur a
Djúpavogi.
„ ... Og hafa þeir kurteist lið mjög Vestfirðingamir", sagði
Helgi Harðbeinsson. — Slík lýsing, í beztu merkingu, á við þessa
embættismenn, er voru samtímis í þessu afskekkta héraði.
Á litlu býli, skammt frá Djúpavogi, er upprunninn Ríkharður
Jónsson myndskeri og þeir bræður. — Byrjaði Ríkharður þar sína
listamannsbraut og gerði margar myndir fagrar úr tálgusteinP
með vasahníf sínum.
Frá Djúpavogi liggur leiðin um strjálbýla sæbratta strönd 1
kringum Hamarsfjörð. — Þetta er þó sennilega bílfær vegur. "
Þorfinnur bóndi á Geithellum á lítinn vörubíl. Hann vill reyna að
sækja mig á bifreiðinni. — Það munaði mig miklu, því að leiðin
frá Djúpavogi að Geithellum er um 30 km. — í Álftafirði út við
Lónsheiði er bærinn Þvottá. Þar bjó Síðu-Hallur. Er saga hans
einstæð í íslenzkum fomsögum.
Milli Lóns og Álftafjarðar er fjallgarður, hár og illfær yfir'
ferðar. — Eina leiðin yfir f jallgarðinn er Lónsheiði. Er sú leið oft
illfær á vetrum vegna snjóþyngsla.
I þetta sinn reynist Lónsheiði vel fær hestum. Við Þorfinnur
bóndi leggjum á heiðina að morgni dags hinn 19. nóvember. Var
þá veður bjart en nokkuð kalt. — Ég hafði beðið Hannes bónda
í Svínhólum að koma á móti okkur upp á háheiðina, og þar ætlaði
ég svo að skipta um fylgdarmann.