Eimreiðin - 01.07.1955, Blaðsíða 114
258
UM ÖRNEFNI 1 JÖKULSÁRHLÍÐ
eimre®11'
tíma ganga á góðum vegi. I helli þessum bjó tröllkona í f°rrl'
öld. Hún var nátttröll, en dagaði uppi skammt frá helli sínuiR
og stendur þar enn. Stórvaxin er hún mjög, víst um 20 fet a
hæð eða meira, og lítur líkt út eins og kvenmaður til að s)a>
nema að höfuðið vantar, en það var nýlega horfið, þegar ég álst
upp. Orðlagður klettamaður hafði klifrað upp á kerlinguna?
sem er fárra manna færi, og stóð þar á höfði, til að sýna þeinþ
sem við voru. Að því búnu fann hann, að hausinn var laus a
kerlu, svo að hann velti honum ofan. Síðan er hún svipnún111
sem von er. Þessi maður hét Jón og var kallaður Jón smiður'
Hann var íþróttamaður mikill og sérstaklega æfður að standa
á höfði. Hann hafði leikið það oft að standa á höfði á hesti, þ°tt
hann væri teymdur, og á stefni á bát, þótt honum værí róið-
Faðir minn mundi vel eftir þessum Jóni, og taldi þessar sag1111
sannar.
Hellisá rennur þvert ofan fjallið, rétt sunnan við veginn, se
liggur til Hellisheiðar. Undir neðsta fossinum í henni hefur ver
ið hellir, sem nú er að mestu horfinn, og hefur heiðin líkleg3
dregið nafn af honum. Brattur er vegurinn upp fjallið og ekk1
haganlega lagður. Liggur hann mest eftir mclhryggjum tveinn
sem bezt verjast snjó á veturna, og heita þeir Langihryggn1' °>?
Brattihryggur. Efst er brött brekka, sem kallast Fönn. Úr hen111
leysir sjaldan snjó á sumrum. Var það trú gamalla manna, a
ef Fönn leysti alveg, þá mætti búast við afarhörðum vetri á eftJr-
Fyrir ofan Fönn tekur við aflíðandi brekka, sem heitir Kalda
kinn. Þegar henni lýkur tekur við Miðheiði, og hallar þa 1
Jökuldals, sem áður er getið.
Við rætur fjallsins er afarhár melhóll, sem heitir Biskupsh0
Mun hann kenndur við Guðmund biskup góða. Þar er áfang9
staður góður og graslendi fagurt. Sunnan við hól þann spreth0
upp lind með ágætu vatni, en ekki er hún kennd við Guðm1111
biskup eða helga dóma. Saga hennar er þessi:
1 fornöld var fjölkunnur maður bóndi á Ketilsstöðum; 113
hans er ekki getið. Hann átti í erjum við bónda í Vopnaln
sem var göldróttur. Sendust þeir á sendingum, og veitti ý0151]^
betur. Eitt sinn mættust sendingar þeirra við Biskupshól og 1
ust fangbrögðum. Bárust þær víða um grundina, og barst leiknr
inn suður með veginum, því Hlíðardraugurinn mátti miÓ111