Eimreiðin - 01.09.1966, Qupperneq 18
198
eimrewin
nærfellt sex hundruð ára samskiptum íslendinga og Dana sem
sambandsþjóða."
Margir hafa tekið í svipaðan streng. Við sama tækifæri sagði dr.
Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra m. a.:
„Þessi dagur mun ávallt verða talinn merkisdagur, ekki aðeins
í íslenzkri menningarsögu, heldur einnig í íslenzkri stjórnmála-
sögu. Síðasta orðið hefur verið sagt í handritamálinu. Handritin
koma heim til íslands. íslendingar munu endurheimta þær ger-
semar, sem geyma stærstan skerf þeirra til heimsmenningarinnar,
þau andleg verðmæti, sem framar öðru hafa verið undirstaða ís-
lenzks þjóðernis og rök fyrir rétti íslendinga til sjálfstæðis. En jafn-
frarnt er síðasta ágreiningsefni milli Dana og íslendinga til lykta
leitt. Það er ánægjulegt, að lausn þess skuli hafa getað orðið með
þeim hætti, að hún er íslendingum til óblandinnar ánægju og
Dönum til ævarandi sóma. . . . En einmitt vegna þess, að Danir
hafa komið fram af drenglyndi og höfðingsskap, megum við Is'
lendingar nú ekki láta okkar hlut eftir liggja. Á okkur hvílir sU
helga skylda, að veita handritunum viðtöku á virðulegan hátt,
varðveita þau vandlega, stuðla að öflugum rannsóknum á öllu þvl>
er þau snertir, og sem víðtækastri útgáfu þeirra og verka í tengsl'
um við þau. En fyrst og fremst ætti varðveizla handritanna her
heima að vera okkur hvatning til þess, að gæta ávallt sem bezt
þess menningararfs, sem hefur bókmenntir handritanna að horn-
steini.“
Handritamálið á sér orðið langa sögu, og hefur rnikið verið 11111
það rætt og ritað bæði hér á landi og í Danmörku, jafnvel skril-
aðar um það lieilar bækur og bæklingar. Fjölmargir einstakhngat
hafa lagt málstað íslands lið, ekki aðeins stjórnmálamenn og fræðn
menn, heldur og menn úr ýmsum öðrum stéttum. í því sambandi
er vert að minnast baráttu lýðháskólamannanna í Danmörku fy111
afhendingu handritanna áður en málið var tekið upp á hinu111
stjórnmálalega vettvangi. Danir liljóta nú að verðleikum lof fy111
drenglyndi sitt og hið einstæða fordæmi, sem þeir hafa skapað 1