Eimreiðin - 01.09.1966, Síða 40
220
eimreiðin
aura í vasanum? Hann með sitt
fallega skip hlaut að eiga fyrsta
orðið. Því beið ég um stund, án
þess að mæla.
En svo hugkvæmdist mér, að
sjálfsagt ætti ég að byrja, skipið
talaði á vissan hátt fyrir gamla
manninn, sagði þá sögu, að hann
hefði staðið við sinn hluta þess,
sem umtalað var.
Svo segi ég:
Þarna er skipið búið.
Sæll væni minn, sagði gamli
maðurinn og horfði fram hjá
mér sem fyrr, og ég hafði á til-
finningunni, að eiginlega hefði
hann enn ekki áttað sig á því,
að ég var kominn. Svo ég ræskti
mig hressilega og tók kveðju
hans í tilbót. Og svo settist ég
við hliðina á honum og hand-
fjallaði skipið, sem hann hafði
lagt við hlið sína á bekkinn.
Þetta var áreiðanlega ekki lak-
ara skip en hann hafði smíðað
fyrir Grím veslinginn - ég kunni
þeim titli mun betur en Grímur
skipstjóri, þótt ég þekkti mann-
inn ekkert.
í öllu falli var ástæðulaust að
súta það, þótt annar eignaðist
líka skip, ef ég ætti innan stund-
ar að eignast svona fallega
snekkju. Og ég handlék gripinn,
á meðan ég beið eftir því, að
gamli maðurinn hætti að horfa
út í bláinn og setti verð á skip-
ið. Og ég stakk hendinni í vas-
ann til að vita, hvort krónan og
fimmtíu aurarnir væru ekki á
sínum stað. — Jú, féð var á sín-
um stað, til reiðu, en mundi það
nægja fyrir svona afskaplega
vönduðu skipi?
Já, þú ert kominn, góði minn,
sagði gamli maðurinn loks, og
það kenndi angurværðar í rödd-
inni. Að vitja um skipið auðvit-
að. Jú, jú, ég er búinn með það,
og ég kom með það svona hins-
eigin, en ég get því miður ekki
selt það. Ég verð að endurskoða
allar mínar skipabyggingar og
get ekkert látið frá mér á með-
an. Það skeði nefnilega slys.
Skeði slys? tók ég upp eftir
honum. Hvernig slys?
Skiptapi. — Manstu ekki eftir
skipinu, sem ég var að smíða hér
á dögunum? Handa honum
Grími?
Jú, ég man eftir því, fórst
það?
Já, það fórst í fyrstu ferð.
Hann rnissti stjórn á því, og þa
er ekki að sökum að spyrja. Þó
held ég, að Grímur hafi vei i®
efni í góðan skipstjóra, hann
hafði flest til þess að bera. En
það reyndi ekki á það. Sjálfsagt
galli á skipinu.
Dó Grímur?
Góður skipstjóri yfirgefur ekki
skip sitt, fyrr en öll von er útx,
drengur minn. Grímur hélt 1
vonina allt þar til hann dó.
Mamma hélt hann rnun /
aldrei verða góður skipstjóri.