Eimreiðin - 01.09.1966, Side 42
222
EIMREIÐIN
skref, kallaði hann á eftir mér og
sagði:
Sagði mamma þín, að hann
væri veslingur, hann Grímur
litli?
Já, og hún hélt, að hann
mundi aldrei sigla langt.
Jæja, hélt hun það, blessunin.
Það sér nú samt á, hvað orðið
er.
En heyrðu, það er bezt þú eig-
ir þessa skútu. Ég held því að
vísu fram, að það sé smíðagalli
á henni, þótt ég finni hann ekki.
En kannski Grími greyinu hafi
þrátt fyrir allt orðið á einhver
mistök. Það er víst enginn skip-
stjóri í fyrstu ferð.
Ég snéri til baka og tók við
skipinu. Þórður gamli sló pont-
unni við bekkinn og fékk sér í
nefið, á meðan ég virti enn bet-
ur fyrir mér hina haglega gerðu
snekkju, sem nú var orðin mín
eign. Elún virtist alls ekki líkleg
til að geta sokkið, ekki í fyrstu
ferð að minnsta kosti. Svo tók
ég í hendina á honum, slitna og
æðabera, og þakkaði honum fyr-
ir og bjóst því næst til að rölta
aftur af stað heim á leið.
Þórður stakk pontunni í vas-
ann og sagði í léttari tón en
áður:
Segðu mömmu þinni, að hun
verði þá sjálf að taka ábyrgð á
því, að smíðagalli leynist ekki a
skipinu. Ég hafði alltaf mikla trú
á Grírni. Hann hafði skipstjóra-
hendur. En senr sagt, hún er
skynsöm kona, og ef hún treystir
skipinu fyrir þér, ja — þá er vist
minn heiðurinn.
Að svo mæltu reis hann upp
af bekknum og rölti af stað i
vinnuna.