Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 66

Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 66
J0RGEN BUKDAHL SJÖTUGUR eftir Bjarna M. Gíslason. Til eru margar þjóðir og lönd í heiminum, en það er ekki til nema ein eyja, sem heitir Als. Hún er ein af 500 smáeyjum, sem tilheyra Danmörku. Um hana hafa höfðingjar miklir deilt fyrr á öldum og danskur konungur tortímt þar lífi sínu innan hárra kastalamúra. Þar hafa danskar hersveitir undirbúið varnir gegn þýzkum árásarherjum við landamærin — og danskir hermenn svo hundruðum skiptir leitað þar athvarfs. Þegar ég kom til eyjar þessarar árið 1934, gátu börn og öldungar hallað sér út af í hvítum sandinum við ströndina og notið lífsins, að því er virtist í áhyggjuleysi. En samt var eitthvað það í augum og fasi eyjarskeggja, sem vitnaði um einhvern ótta, eins og yfirvof- andi sandbylur fjarlægrar eyðimerkur væri í nánd. Ég komst brátt að því, hvers konar skuggi það var, sem lá yfir eynni. Ennþá einu sinni kyntu ræningjar og ofbeldismenn elda sína aðeins dagleið frá bæjardyrum eyjarbúa. Tæpar tvær mílur frá eynni liggja Dybböl- hæðir, einn örlagaríkasti staðurinn í sögu Dana. Þar höfðu safnazt saman, árið áður en ég kom þarna, um 50 þúsund manns, og þessi mannfjöldi var fyrirboði mikillar þjóðhreyfingar, sem flæddi y'lii' allt Suður-Jótland árin, sem ég var þar. Þjóðhreyfing þessi kallaði sig ,,Det unge grænseværn“ (Landamæravörn æskunnar), og hún var til orðin fyrir vakningarhreyfingu framsýnna manna, sein þegar í upphafi sáu gegnum grímu nazistastefnunnar og skoðuðu hana sem fortíðaröpun af lægsta tagi. Einn af þessum mönnum var Jfirgen Bukdalil, og þó að hann tæki ekki beinan þátt í félagsskapnum, var hann eftirsóttur ræðumaður á þeim motum, sem beittu sér fyrir því að stöðva uppgangsplágu nazismans við dönsku landamærin. Árið eftir að ég kom til Danmerkur, höguðu örlögin því þannig, að mér gafst tækifæri til að sitja við ræðustól Bukdahls í dálitlum bæ skammt frá landamærunum. Og ég gleymi aldrei þessum fyrir- lestri og smáatviki, sem kom fyrir þann dag. Það var algengt á þeim tímum, að menn, sem gáfu sig að þjóðræknisstörfum, heilluðust af ofurkappi nazismans. Án þess að vera sér þess meðvitandi tileinkuðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.