Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1966, Side 84

Eimreiðin - 01.09.1966, Side 84
264 eimreiðin — í „hugleiðingum“ sínum segir hann til dæmis á einum stað: „Ég get ekki verið reiður bræðrum mínum. Því að oss er af náttúrunni sjálfri ætlað að hjálpa hver öðrum, svipað og fótum, höndum, augnalokum og efri og neðri góm tanna er ætlað að hjálpast að.“ í einkalífi sínu var Markús Aurelíus ekki hamingjusamur maður. Sonur hans, Com- nodus, lifði mjög blygðunarlausu lífi, að því er sagt er, og kona hans, Faustina, dóttir fósturföður hans, mun hvergi nærri hafa vammlaus verið. Þó elskaði hann hana, vildi ekki trúa óhróðurssögum þeim, er honum voru sagðar um hana, og harmaði hana mjög dána. — Lét hann búa til gullna styttu af lienni og hafði hana með sér á herferðum sín- um. Og heimili fyrir munaðarlausar stúlkur lét hann setja á stofn og reka til minningar um konu sína. Nokkur mannlýsing er í sögu einni, sem af honum er sögð. Hún er á þessa leið: Hermenn óvinaþjóðar höfðu einu sinni umkringt hersveitir keisarans, og olli það meðal annars þeim vandræðum, að þær náðu ekki til vatns til drykkjar. AlL í einu opnuðust skýin og regnið streymdi niður. Hinir aðþrengdu her- rnenn keisarans héldu hjálmum sínum undir regnið, fylltu þá og svöl- uðu þorsta sínum. Eldingum sló niður, og kveiktu þær elda allt i kringum óvinaherinn, en sneiddu alveg hjá her keisarans. í þeim het höfðu verið nokkrir kristnir menn. Þeir höfðu beðið guð sinn að stöðva óvinaherinn, og nú trúðu þeir því, að þeir hefðu verið bænheyrðir. Þetta barst keisaranum til eyrna. En hann neitaði algjörlega að tn,a þessu. Elann trúði á kærleiksríkan guð, en ekki á neinn herguð. Hann gat ekki hugsað sér, að guð hefði liér gripið inn í gang málanna, jafnvel þó að jaað hefði verið honum sjálfum og Rómverjum í vil. Segja má, að tvö hafi verið höfuðatriði í heimspeki Markúsar Aureh- usar, tvö höfuðatriði, sem hann lagði mikla áherzlu á. Annað var rett- læti gagnvart meðbræðrunum, hitt var umburðarlyndi og jafnaðargeð gagnvart örlögunum. Af því leiddi meðal annars, að menn áttu að mæta dauðanum óttalaust. Um það sagði Markús Aurelíus meðal annars. „Losið yður við ótta við dauðann með því að hafna öllum hjátrúai kenndum hugmyndum um liann og lotningarfjálgleik, en líta á hann sem eitt af hinurn náttúrlegu fyrirbrigðum lífsins, svo sem það að eta og drekka, sofa og fullnægja kynhvötum.“ Örlög Markúsar Aurelíusar voru í raun og veru raunaleg. Hann dreymdi um bróðerni allra manna, eins og aðra Stóumenn, og um rett- látan heim. Hann trúði því, eins og Sókrates, að liver maður helði sinn „demon“, einhverja innri rödd, er leiðbeindi honum, þegar vanda bæri að höndum. í bók þeirri, er hann lét eftir sig og nefndi „íhugann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.