Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1966, Page 98

Eimreiðin - 01.09.1966, Page 98
278 EIMREIÐIN Höfn rúmum áratug eftir dauða Jóhanns og kynntist því vel urn- hverfi Jóhanns og sumu af því fólki, rithöfundum og öðrum, sem voru honum handgengnir. Lýsingar Gunnars Gunnarssonar í Fjall- kirkjunni af þessu umhverfi eru nákvæmar og réttar, þótt í skáld- söguformi sé, og í bókinni um Jóhann sviptir Toldberg hulunni af sumurn þeirra, er þar ganga undir gervinöfnum. Þetta var ein- kennilegt og flestum íslendingum framandi umhverfi, sem von- legt er, þar sem hér þekktist ekki stórborgarlíf. Listamennirnir settu markið hátt og kærðu sig ekki um, þótt oft væri þröngt í búi. Toldberg segir ýmsar smásögur af Jóhanni og vinum hans dönskum og íslenzkum, skáldaríg og ýmsu skemmtilegu, en þrátt fyrir allt var samkomulagið gott, skáldin studdu hvert annað beint og óbeint, og eru margar ánægjulegar sögur af því. Engum kom til hugar að reyna að stækka sig með því að spilla fyrir öðrum, og því síður að gera tilraun til að útiloka keppinauta, eins og smásál- um er títt. Stundum kom fyrir, að skáldin báru sig upp við sjálfan Brandes og er í bókinni ein skemmtileg saga af því. En fi'óðlegustu kaflarnir fjalla að sjálfsögðu um leikrit skáldsins og feril þeirra. Ég hygg, að mörgum komi á óvart, hversu daufar viðtökur þau fengu fyrst í stað, að undanskildum Fjalla-Eyvindi. Jóhann varð fljótt frægur maður í Evrópu. Leikrit hans voru gefin út á ensku og þýzku, ásamt verkum klassískra höfunda, en gáfu honurn ekki að sama skapi fé í aðra hönd. „Berömmelsen kom men pengene ikke,“ er haft eftir Jóhanni sjálfum. Og eftir hans dag hafa þau lítið verið sýnd á sviði, og er þó að minnsta kosti Galdra-Loftur sígilt verk, sem á erindi til allra tíma vegna hins sálfræðilega vandamáls, sem þar er tekið til meðferðar af meistaratökum. Jóhann var að nokkru háður stefnu hinnar svonefndu nýróman- tíkur, senr var nrikils ráðandi upp úr aldamótunum, og hefur það ef til vill orðið til þess að leikrit lrans sum urðu skammlífari á sviði en réttlátt er, miðað við skáldskapargildi þeirra. Þó get ég ekki séð réttara, en að við hér heinra hefðunr gott af að kynnast betur leik- ritunr hans, og mér finnst það skylda leikhúsanna hér að sýna þau oftar en verið hefur. í þessum línum er ekki unnt að konra nánar inn á bókmennta- skýringuna í þessu riti. Höf. gerir grein fyrir hverju einstöku leik- riti skáldsins og ferst það vel úr lrendi, þótt maður að vísu gæti kosið nokkru ítarlegri könnun á köflum. Nokkrar myndir eru i bókinni af skáldinu og konu hans, auk sviðsmynda, bæði frá Höfn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.