Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Side 44

Eimreiðin - 01.05.1967, Side 44
132 EIMREWIN skuld líkur á móti sér að hann hefði fengið veitingu fyrir slíku embætti, ef hann hefði áður hlaupið út undan sér, svo sem höf. ætlar honum. Nema þá samkv. konunglegri uppreist, sem þá væru væntanlega til heimildir fyrir, en þeirra getur höf. ekki. Þessi tilgáta fellur því um sjálfa sig, og var reyndar aldrei annað en heilaspuni, svo sem höf. líka verður að viðurkenna öðrum þræði. Þess konar ættfærslukúnst- ir gætu helzt minnt á reiknivísindi Sölva Helgasonar með kínversku tvíburana. Og þó tekur fyrst í hnúkana þegar kemur að ættfærslum höfundar í sambandi við „den gode salige Mand“ og sem vikið verður að í næst síðasta kafla hér á eftir. Ég held þess vegna, að Jón frá Grunnavík standi nokkurn veginn jafn- réttur eftir þessar rengingar höf. Það er alls engin ástæða til að ætla annað en hann segi satt um þjóðerni konunnar. Enda sækir hún ráðs- konu sína til Noregs, („norska Marina“), sem út af fyrir sig gefur nokkra bendingu. Og þegar höf. vitnar í bréf konunnar, sem enn eru til, og segist ekki sjá neinar „norskheder" í þeim, þá er ég að vísu ekki málfræð- ingur og skal því ekki þar um dæma. En mikið má samt vera, ef bréfin bera það ekki heldur með sér en hitt, að þau séu eltki skrifuð af „innfæddri" danskri konu. Ég fæ ekki betur séð en frúin sé að láta það koma fram, eða hæla sér af því hálft í hvoru, að hún sé farin að kunna dönsku(na), eða danska „skrefft," biður að láta sig vita hvort hún skilji tiltekin skjöl rétt, „for vor det ret god dansk skrefft saa kunde ieg vell forstaaet men nu tvielger ieg.“ Myndi konan orða þetta svo, ef hún væri dönsk að ætt og uppeldi? En jafnvel þótt höf. tækist að gera konuna danska, þá eru þeir samt litlu nær fyrir því. Þá vantar allt að einu sönnun fyrir því, að peningar liennar hafi verið af þarlendum uppruna, „heltigennem fra danske kilder.“ Varla myndi lausaleiksættfærsla höfundar bjarga miklu í því efni, því þá hefði konan væntanlega verið arflaus, að þeirra tíma lögum. Hafi konan ekki flutt „auðinn“ með sér frá Norgei, sem auð- vitað lægi beinast við, hefði hann hlotið að vera frá fyrri manni hennar. En þá vandast nú málið heldur en ekki, því að maðurinn var Þjóð- verji eða þýzkrar ættar, enda þótt hann og e. t. v. fleiri ættmenn hans, fengjust við söðlasmíði fyrir kónginn í Kaupmannahöfn. Hefur „auður“ hans þá væntanlega verið að rnestu erfður eða aðfluttur þaðan sunnan. Enda kemur það fram hjá höf., að söðlasmiðurinn gerði sér ferð til Hamborgar rétt um það leyti og þau hjónin voru að festa kaup á húseign nokkurri í Khöfn, og liggur þá beint við að hann hafi einmitt verið að sækja peninga til kaupanna eða ráðstafa fjármálum sínum í sambandi við þau. Fyrir því mátti höf. vita og ganga út frá, að maðurinn hafi verið þýzkrar ættar. En dansliur skal „söðli“ vera, sem frúin hvað sem raular og tautar, „Vakri Skjóni hann skal heita, þó að meri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.