Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Síða 45

Eimreiðin - 01.05.1967, Síða 45
FJÁRHAGSFORSENDUR ÁRNASAFNS 133 það sé brún“ sagði þjóðskáldið forðum. Þess vegna grípur höf. til þeirrar skýringar, að menn hafi talið hann vera þýzkan, af því að þýzkir menn áttu eða bjuggu í húsi því, sem hann síðar keypti. Þessi „röksemd" er vitaskuld alltof fátækleg, og reyndar fáránleg, til þess að hún hnekki frásögn Jóns Grunnvíkings, og alls engin ástæða til að ætla annað, en hann hafi hér sem endranær haft rétt eftir. Enda verður höf. að viðurkenna nákvæmni hans öðrum þræði, „omhyggelig sans jor at gengive alt, hvad han mente at se, eller hvad der fortaltes ham,“ eins og hann kemst að orði, (leturbr. mín). Ég læt því útrætt um ættfærslu liöf. og fánýtilegan dilkadrátt á fólki þessu. Ég hef vikið að þessu aðallega til þess að sýna liin sérkennilegu vinnubrögð höfundar sem vísindamanns, og í leiðinni til þess að bera blak af landa okkar, Grunnvíkingnum. Að öðru leyti skiptir þetta engu raunhœfu máli. Ég mun sýna fram á það hér á eftir, III. kal'la, að allt bardús höfundarins er unnið fyrir gýg, þar sem telja má víst og áreið- anlegt, eftir því sem nú verður bezt séð og vitað, að fjármunir þessa fólks, hverrar Jrjóðar sem Jrað var, hafa að alls óverulegu leyti staðið undir handritasöfnun Á. M. eða stofnun Árnasafns. En næst er að víkja að J)eim „Nye oplysinger om Arne Magnussons giftermál," sem höf- undurinn segir í undirfyrirsögn að bæklingurinn hafi fram að færa. II. kafli. Þessar „nýju upplýsingar", sem sérstaklega snerta „giftermál" Jteirra hjóna, Á. M. og Mettu Fischer, eru aðallega Jrær, að konan muni liafa verið 19-20 árum eldri en Árni. Þótt höf. fullyrði ekkert um Jtetta, vill hann með þessu renna nýjum stoðum undir þá skoðun, að Á. M. muni hafa gifzt konu þessari til fjár, sem svo er kallað. Hafi hann, den „faltige isl. student“, fengið með henni „betydelig medgift" etc, enda hafi ,,en af tidens mest effektive metoder til prompte elevation paa den sociale rangstige“ verið „netop et rigt giftermál“. Hugsun og samhengi Jtessara tilvitnana má lesa á milli línanna, og ekki um að villast hvað höf. er að fara. Er Jress vegna ekki úr vegi að athuga Jretta nánar: Fyrst hvort ætla megi, að Á. M. hafi gifzt konunni vegna eignanna, fyrst og fremst, og þvi nœst hvort eignir þessar hafi Jrá í rcynd orðið forsenda og fjárhags- grundvöllur handritasöfnunarinnar og Árnasafns, svo sem sífellt er látið liggja að. Mér vitanlega hefur aldrei verið gerð nein könnun á Jdví, liver hæfa mun vera í Jtessum áróðri Árnanefndartnanna, og er ]>að Jjó e. t. v. orðið nokkurs um vert, eins og nú horfir. En um Jjetta verður einungis að fara eftir gögnum Jjeim og líkum, sem tiltækar eru, og sem skynsamlegar má telja. Beinar sannanir getur auðvitað ekki orðið um að ræða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.