Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Page 65

Eimreiðin - 01.05.1967, Page 65
JEPPE AAKJÆR OG GUÐMUNDUR INGl 153 hátíðum, þar sem þekktir stjórnmálaskörungar og listamenn létu ljós sín skína og æskufólkið dansaði heilar nætur á enginu við fjörð- inn. Með aðstoð Nönnu konu sinnar gerði hann Jenle að virðulegu skáldsetri, sem minnti á Aulestad, þegar Björnson bjó þar. Gestrisni var mikil á Jenle, enda samkomustaður józkra skálda og fleiri listamanna, þar sem vinur Aakjærs, józka skáldið og ljóðaþýðandinn, Thöger Larsen, var fremstur í flokki. (Meðal þýðinga hans má nefna goðakvæði Sæmundar-Eddu, Rubaiyat Ómars Khayyams og ljóð Sapphós, allt snilldarverk í sínum danska búningi). En einnig józkir góðbændur voru velkomnir á Jenle. Þetta litríka menningarlíf beið sorgiegan hnekki, þegar Aakjær seint á þriðja tug aldarinnar varð veikur og lagðist í rúmið. Hann lá, svo að árum skipti, löngum sárþjáður, og var það mikil þolraun. í legunni reit hann minningar sínar, sem eru mikið listaverk, eink- um lýsingarnar frá æskuárunum. Þetta verk, ásamt litlu safni djúpsærra ljóða, var síðasti boðskapur hins eldlega skálds til þeirra, sem eftir lifðu. Hann komst að vísu á fætur. En sjúkleikinn hafði sett á skáldið svip dauðans. Og dag nokkurn í aprílmánuði 1930, þegar hann hafði nýlega gengið út í garðinn sinn til að annast fyrstu blóm vorsins, fannst hann andaður, hafði hnigið til jarðar við bekkinn og látizt af hjartaslagi. Jeppe Aakjær varð aðeins 63 ára að aldri. IE Fám mánuðum eftir að frægasta ljóðabók Jeppe Aakjærs, „Ru- gens Sange“, kom út, fæddist vestur að Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði drengur, sem átti eftir að verða þjóðkunnt skáld, Guðmundur Ingi Kristjánsson, einn mesti aðdáandi hins józka brag- snillings og honum líklega sambærilegastur íslenzkra skálda að ýmsu leyti. Svo vildi til, að áður nefnd grein um Aakjær kom í mínar hend- ur um það bil sem Guðmundur Ingi varð sextugur (15. jan. s. 1.). Lestur greinarinnar minnti mig á, hvað sameiginlegt er með óðjöfr- inum józka og skáldbóndanum á Kirkjubóli í Bjarnardal. Og þegar ég sendi honum afmæliskveðju, að vísu eftir dúk og disk, gerði ég fyrirspurnir um áhrif annarra skálda á hann, með það fyrir augum að gera kveðskap hans ofurlítil skil af þeim tilefnum, sem að fram- an greinir. Fara hér á eftir kaflar úr svarbréfi hans:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.