Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Page 83

Eimreiðin - 01.05.1967, Page 83
MARGT DYLST í HRAÐANUM 171 saga baráttu, átaka, valdagræðgi, kúgunar og Mammonsdýrkunar. Og á ekki enn í dag við að mestu lýsing hins mikla danska skálds Holgers Drachmanns, sem fæddist 1846 og lézt 1908: En kringum oss gnæfa kirkjur og krær og bankar og þing og auður og ógnar kynstur af örbirgð og svívirðing. Þessi lýsing átti ekki síður við tímabilið milli heimsstyrjaldanna en tíma Drachmanns og fyrri tíma. Enn átti — í hinni síðari heimsstyrjöld, að sigra heiminn með valdi vopnanna, og í kjölfar allra þeirra ógna rennur upp tími, sem við vitum ekki enn hvort verður aðeins hlé inilli heimsstyrjalda eins og hitt, en meðal þess, sem einkennir tímann eftir lieimsstyrjöldina síðari er sívaxandi virðingarleysi fyrir því, sem gamalt er og gott og vert að halda í, gerbreytt viðhorf mikils fjölda manna í löndunum, tilgangsleysi og uppgjöf í lífsbaráttu, og þetta gerist með sídvínandi örbirgð og sívaxandi velgengni í hinum vestræna heimi. Jafn- vel fyrir heimsstyrjöldina síðari var fluttur boðskapurinn Farið lieilar fornu dygðir, þær máttu fara, þær voru búnar að slíta sér til liúðar, þær gátu „pukrast hljóðlega burt“, því að þeirra var ekki þörf lengur. Og hvað kemur í ljós eftir síðari heimsstyrjöld, á þeim tima, sem við lifum á? Einhver grimmilegasta styrjöld, sem sögur fara af, er háð í landi smáþjóðar og í stað vandamála fátæktar og örbirgðar, sem áður var við að glíma einnig í menningarlöndunum, eru komin vandamál velgengninnar í ótal myndum, oft átakanlega, og augljóslega svo erfið viðfangs, að engu er líkara en að þeir, sem ættu að hafa forustuna til varnar fái enga rönd við reist, eða sljóleiki og sinnuleysi ríki þar sem síst skyldi. Þessu til sönnunar væri auðvelt að bregða upp ótal myndum frá nágrannalöndunum og fleiri löndum, en margir munu ekki gera sér nægilega Ijóst hver gerbreyting hefur orðið á liugsunarhætti hinnar upprennandi kynslóðar og hver vá er víða fyrir dyrum. Það liggur við, að manni finnist stundum, að við hverju sem er megi búast, en ég verð að játa, að það kom mér óvænt, er ég las í grein í einu útbreiddasta blaði Danmerkur, að eftir einn áratugyrði ekki borin virðing fyrir neinu. Og ekki eru nema nokkrar vikur síðan er merkur brezkur gagnrýnandi sagði í blaðaviðtali: Velsœmi er fégráðugum kvikmyndaframleiðendum óþekkt dyggð og með sama áframhaldi verða svið leikhúsanna vettvangur siðleysisins. Á Gestapo- eða nazismatímanum í Þýzkalandi var fólki hent í gas- klefa til útrýmingar. Nú á tímum ræða sumir vísindamenn um líknar- dauða sem eitt ráðið til úrlaustnar vegna offjölgunarvandamálsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.