Eimreiðin - 01.05.1967, Page 98
186
EIMREIÐIN
ur fólkið frá kirkjunni í faðm gerviátrúnaðar, sem aðeins veitir
augnabliksfró en stillir aldrei til lengdar hjartans böl.
Kirkja og kristinn dómur hefur aldrei átt harðari samkeppni um
mannsálir en einmitt nú. Guðstrúin, tignun hins eilífsanna og fagur-
góða er einasta leið út úr ógöngum efnishyggjunnar og tækniátrún-
aðarins, sem nú hefur ásamt persónudýrkun milljónaþjóðanna lagt
undir sig nreginhluta heimsbyggðar.
Vorvísur
Loftið hlýnar, léttir hríð
leysast klakaböndin,
þegar víkur vetrartíð
vorið fer um löndin.
Lifna grös um laut og hól
ljóma fjöll og ögur,
klæðist grundin grænum kjól,
glitra sundin fögur.
Kría og spói koma á ný
kalnir gróa liagar,
syngur lóa, ljóma ský,
langir glóa dagar.
Fagurt brokkar fákastóð,
folöld greiða sporið,
frjálsir svanir synda flóð
syngja um ást og vorið.
Ungum vekur ást og þrá
yndi bjartra nótta,
æskuvorsins vonum hjá
vakir friðsæl ótta.
Þá er skáldi létt um ljóð
laða raddir kunnar
þegar kveða ástaróð
ómar náttúrunnar.
Pétur Ásmundsson