Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Qupperneq 100

Eimreiðin - 01.05.1967, Qupperneq 100
188 EIMREIÐIN því að afkomumöguleikarnir á því sviði voru mjög takmarkaðir framan af árum eftir heimkomu hans; en af þeim ltólmi gekk hann með glæsileg- um sigri. Er sú baráttusaga hans um allt hin merkilegasta, og mun fleirum hlýja huga en þeim, sem þetta ritar. Löng og fjölþætt starfssaga Þórar- ins er síðan ítarlega rakin, og sú frá- sögn bæði greinagóð og gagnfróðleg. Kemur það Ijóst á daginn, hve mikill athafnamaður hann hefur verið á sviði íslenzkra tónlistarmála áratug- um saman, og kontið þar víða við sögu og farsællega. Er skemmst frá að segja, að hann hefur með mörgum liætti ,unnið þar mikið og merkilegt brautryðjendastarf. Má sem eitt dæmi þess á það minna, hvert merkisverk hann vann í þágu íslenzkrar tónlistar með stofnun Hljómsveitar Reykjavík- ur árið 1921. Jafn grundvallandi var tónlistarstarf hans á vegum Ríkisút- varpsins árum saman. Þá hefur liann lagt mikinn og merkan skerf til ís- lenzkrar tónlistar sem fiðluleikari, tón- skáld og tónlistarkennari. Sannleikurinn er sá, að starfssaga Þórarins er þannig vaxin og sögð, að hún er jafnframt, að eigi litlu leyti, saga þróunar íslenzks söngs- og tón- listar síðasta aldarhelminginn. Fer þá að vonum, að þar koma margir við sögu, auk fjölda annarra manna, sem Þórarinn hefur kynnzt um dagana með öðrum hætti. Endur- minningar hans eru því auðugar að mannlýsingum, eðlilega mismunandi ítarlegum, en ósjaldan snjöllum og markvissum; og öllum ber sögumað- urinn vel söguna. Koma hér fram á sviðið margir þjóðkunnir menn, ekki sízt úr hópi skálda og listamanna. í fáum orðum sagt, Strokið um strengi er prýðileg bók um fróðlegt efni og hugstætt, meðferð þess og mál- far. Mér var hún hreinasti skemmti- lestur. í henni er fjöldi mynda, sem auka gildi hennar, og frágangurinn er vandaður og smekklegur. Þórarinn Guðmundsson hefur með margþættri tónlistarstarfsemi sinni ofið snaran þátt og áhrifaríkan í ís- lenzkt menningarlíf sinnar samtíðar. Hann liittir því vel í mark, er hann segir í bókarlok, að guðsþjónusta sín hafi verið hljómmessa. Richard Beck. Jón Helgason: HUNDRAÐ ÁR í BORGARNESI. - Iðunn. Valdi- mar Jóhannsson. Reykjavík 1967. Hinn 22. niarz þessa árs minntust Borgnesingar með útgáfu vandaðs rits og hátíðahöldum aldar afmælis Borgarness sem verzlunarstaðar, en löggildingarskjalið var undirritað þennan sama dag 1867, — þ. e. með því skjali var Brákarpollur löggiltur sem verzlunarstaður, en til þess að fá því framgengt varð að sigrast á langri og ltarðri andstöðu. Það var þó fyrir miðja 19. öld, sem verzlun hófst á Brákarpolli. „Reykja- víkurkaupmenn urðu fyrstir til þess að senda þangað vöruskip á sumrin og fljótlega tóku lausakaupmenn einnig að hænast að“, og brátt liófst baráttan fyrir löggildingunni. Það var að tilhlutan Borgarness- hrepps, sem Jón Helgason — löngu landskunnur höfundur fyrir snjallar frásagnir af íslenzkum rnönnum og atburðum og fengið fyrir þær mak- legt lof allra dómbærra manna —, hef- ur nú ritað sögu Borgarness síðast- liðin 100 ár. Efni bókarintiar er: Formálsorð, Á sjónarbergi, f árdaga, Upphaf verzlunar við Brákarpoll, Frá 1867 til aldamóta, frá 1901-1913, Frá 1913—1930, Annáll Borgarness, Mann- fjöldi í Borgarnesi, Embættismenn og starfsmenn, nafnaskrá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.